Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 29,5 milljarða króna árið 2019, eða sem nemur 1% af landsframleiðslu ársins samkvæmt bráðabirgðatölum. Til samanburðar var afkoman jákvæð um 22,8 milljarða króna árið 2018, eða 0,8% af landsframleiðslu. Áætlað er að heildartekjur hins opinbera á verðlagi hvers árs árið 2019 hafi aukist um 1% á milli ára og að heildarútgjöld hins opinbera hafi aukist um 5,5% á sama tíma.
Tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaframlagi upp á 384,2 ma.kr. eru meðtaldar 2016. Bráðabirgðatölur fyrir árið 2019.
Versnandi afkoma hins opinbera á 4. ársfjórðungi 2019
Áætlað er að tekjuafkoma hins opinbera hafi verið neikvæð um 8,3 milljarða króna á 4. ársfjórðungi 2019, eða sem nemur um 1,1% af landsframleiðslu ársfjórðungsins. Versnandi afkoma skýrist m.a. af samdrætti í tekjum og í heild er áætlað að tekjur hins opinbera hafi dregist saman um 1,1% á 4. ársfjórðungi. Á sama tímabili er áætlað að heildarútgjöld hins opinbera hafi aukist um 1,8%. Launakostnaður hins opinbera vegur þar þyngst en áætlað er hann hafi aukist um 4,8% frá sama ársfjórðungi fyrra árs.
Fjárhagur hins opinbera á 4. ársfjórðungi | |||
2018 | 2019 | Breyting | |
Verðlag hvers árs, milljarðar króna | 4. ársfj. | 4. ársfj. | % |
Heildartekjur | 323,9 | 320,2 | -1,1 |
Heildarútgjöld | 322,6 | 328,5 | 1,8 |
Fjárfesting | 42,1 | 33,0 | -21,5 |
Tekjujöfnuður | 1,3 | -8,3 | • |
Tekjujöfnuður % af tekjum | 0,4 | -2,6 | • |
Tekjujöfnuður % af VLF ársfjórðungs | 0,2 | -1,1 | • |
Bráðabirgðatölur fyrir árið 2019.
Tekjur hins opinbera 40,9% af VLF
Tekjur hins opinbera eru áætlaðar 1.213,3 milljarðar króna árið 2019, eða sem nemur 40,9% af landsframleiðslu. Til samanburðar mældust tekjur hins opinbera 1.201 milljarður króna árið 2018, eða sem nemur 43,1% af landsframleiðslu þess árs. Á verðlagi hvers árs jukust tekjur hins opinbera um rúma 12 milljarða á árinu 2019, borið saman við fyrra ár, eða um 1%.
Tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaframlagi upp á 384,2 ma.kr. eru meðtaldar 2016. Bráðabirgðatölur fyrir árið 2019.
Heildartekjur ríkissjóðs drógust saman um 0,8% árið 2019 samanborið við fyrra ár og námu alls 872,5 milljörðum króna. Á sama tíma jukust tekjur sveitarfélaga um 5,6% og námu alls 383 milljörðum króna. Heildartekjur almannatrygginga jukust mest eða um 12,9% og námu alls 283,5 milljörðum króna á árinu 2019.
Heildartekjur hins opinbera og undirgeira þess | |||||||
Verðlag hvers árs, milljarðar króna | 2013 | 2014 | 2015 | 20161 | 2017 | 2018 | 20192 |
Hið opinbera | 795,7 | 907,0 | 931,0 | 1.418,3 | 1.138,3 | 1.201,0 | 1.213,3 |
Ríkissjóður | 584,5 | 686,1 | 692,4 | 1.149,0 | 840,9 | 879,3 | 872,5 |
Sveitarfélög | 243,6 | 254,9 | 273,6 | 308,3 | 333,3 | 362,5 | 383,0 |
Almannatryggingar | 166,8 | 168,6 | 178,8 | 200,3 | 224,4 | 251,2 | 283,5 |
Hlutfall af VLF % | |||||||
Hið opinbera | 40,6 | 43,7 | 40,6 | 56,9 | 43,5 | 43,1 | 40,9 |
Ríkissjóður | 29,8 | 33,1 | 30,2 | 46,1 | 32,1 | 31,5 | 29,4 |
Sveitarfélög | 12,4 | 12,3 | 11,9 | 12,4 | 12,7 | 13,0 | 12,9 |
Almannatryggingar | 8,5 | 8,1 | 7,8 | 8,0 | 8,6 | 9,0 | 9,6 |
1Tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaframlagi upp á 384,2 ma.kr. eru meðtaldar 2016.
2Bráðabirgðatölur fyrir árið 2019.
Skattar á tekjur og hagnað jukust um 3,6% árið 2019
Skattar á tekjur og hagnað er stærsti tekjuliður hins opinbera og er áætlað að hann hafi skilað 43,7% af heildartekjum hins opinbera á árinu 2019. Alls námu tekjur hins opinbera af sköttum á tekjur og hagnað um 530 milljörðum króna á árinu 2019 og jukust um 3,6% frá fyrra ári. Sem hlutfall af landsframleiðslu námu skattar af tekjum og hagnaði 17,9% á síðasta ári. Tekjur hins opinbera af sköttum á vöru og þjónustu jukust nokkru minna á árinu 2019 borið saman við fyrra ár eða um 1,6%. Skattar á vöru og þjónustu námu 28,6% af heildartekjum það ár, eða 11,7% af landsframleiðslu ársins.
Skatttekjur og tryggingagjöld hins opinbera | |||||||
Verðlag hvers árs, milljarðar króna | 2013 | 2014 | 2015 | 20161 | 2017 | 2018 | 20192 |
Skatttekjur og tryggingagjöld | 676,1 | 774,3 | 812,0 | 1.265,6 | 982,8 | 1.037,6 | 1.069,4 |
Skattar á tekjur og hagnað | 315,6 | 360,5 | 381,0 | 429,5 | 484,0 | 511,7 | 530,1 |
Skattar á launagreiðslur | 6,5 | 7,0 | 6,6 | 7,4 | 7,9 | 8,5 | 9,0 |
Eignaskattar | 46,5 | 49,6 | 43,5 | 432,6 | 54,0 | 56,8 | 63,4 |
Skattar á vöru og þjónustu | 220,8 | 233,9 | 257,8 | 290,8 | 326,9 | 341,2 | 346,2 |
Skattar á alþjóðaviðskipti | 5,8 | 6,1 | 5,0 | 5,1 | 3,9 | 4,1 | 3,6 |
Aðrir skattar | 11,0 | 43,8 | 38,4 | 14,9 | 16,4 | 17,0 | 18,8 |
Tryggingagjöld | 69,9 | 73,4 | 79,7 | 85,4 | 89,6 | 98,2 | 98,4 |
Hlutfall af VLF | |||||||
Skatttekjur og tryggingagjöld | 34,5 | 37,3 | 35,4 | 50,8 | 37,6 | 37,2 | 36,1 |
Skattar á tekjur og hagnað | 16,1 | 17,4 | 16,6 | 17,2 | 18,5 | 18,4 | 17,9 |
Skattar á launagreiðslur | 0,3 | 0,3 | 0,3 | 0,3 | 0,3 | 0,3 | 0,3 |
Eignaskattar | 2,4 | 2,4 | 1,9 | 17,4 | 2,1 | 2,0 | 2,1 |
Skattar á vöru og þjónustu | 11,3 | 11,3 | 11,2 | 11,7 | 12,5 | 12,2 | 11,7 |
Skattar á alþjóðaviðskipti | 0,3 | 0,3 | 0,2 | 0,2 | 0,1 | 0,1 | 0,1 |
Aðrir skattar | 0,6 | 2,1 | 1,7 | 0,6 | 0,6 | 0,6 | 0,6 |
Tryggingagjöld | 3,6 | 3,5 | 3,5 | 3,4 | 3,4 | 3,5 | 3,3 |
1Tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaframlagi upp á 384,2 ma.kr. eru meðtaldar 2016.
2Bráðabirgðatölur fyrir árið 2019.
Útgjöld hins opinbera jukust um 5,5% árið 2019
Útgjöld hins opinbera eru áætluð 1.242,8 milljarðar króna árið 2019 og jukust þau um 5,5% milli ára. Áætlað er að útgjöld ríkissjóðs og sveitarfélaga hafi aukist um 4,9% en útgjöld almannatrygginga jukust töluvert meira eða um 15,6% frá fyrra ári.
Útgjöld hins opinbera og undirgeira þess | |||||||
Í milljörðum króna | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 | 2017 | 2018 | 20191 |
Hið opinbera | 830,5 | 908,5 | 949,1 | 1.108,7 | 1.123,0 | 1.178,2 | 1.242,8 |
Ríkissjóður | 618,0 | 669,8 | 698,3 | 847,3 | 795,3 | 852,8 | 894,5 |
Sveitarfélög | 250,9 | 271,3 | 287,0 | 306,7 | 365,1 | 372,4 | 390,6 |
Almannatryggingar | 160,8 | 170,0 | 177,7 | 194,0 | 222,9 | 245,1 | 283,3 |
Hlutfall af VLF | |||||||
Hið opinbera | 42,4 | 43,8 | 41,4 | 44,5 | 42,9 | 42,3 | 41,9 |
Ríkissjóður | 31,5 | 32,3 | 30,4 | 34,0 | 30,4 | 30,6 | 30,2 |
Sveitarfélög | 12,8 | 13,1 | 12,5 | 12,3 | 14,0 | 13,4 | 13,2 |
Almannatryggingar | 8,2 | 8,2 | 7,7 | 7,8 | 8,5 | 8,8 | 9,6 |
1 Bráðabirgðatölur fyrir árið 2019.
Samneysluútgjöld hins opinbera, þ.e. launaútgjöld, kaup á vöru og þjónustu og afskriftir að frádreginni sölu á vöru og þjónustu, námu 721,9 milljörðum króna, eða 24,3% af landsframleiðslu árið 2019. Er það aukning um 7,8% á milli ára. Launakostnaðurinn vegur þyngst og er áætlað að hann hafi aukist um 6,3% frá árinu 2018.
Fjárfestingarútgjöld hins opinbera drógust saman um 14% árið 2019, en hlutfall þeirra af landsframleiðslu hefur farið hækkandi undanfarin ár og mældist 3,6% á síðasta ári.
Bráðabirgðatölur benda til þess að félagslegar tilfærslur til heimila hafi aukist um 16,7% á árinu 2019 og hafi numið 7,4% af landsframleiðslu borið saman við 6,8% árið áður. Vegur þar þyngst mikil útgjaldaaukning hjá lífeyristryggingum og atvinnuleysistryggingasjóði.
Vaxtagjöld hins opinbera hafa lækkað umtalsvert síðustu tvö ár og er áætlað að þau hafi lækkað um 30% frá árinu 2017. Vaxtagjöldin sem hlutfall af landsframleiðslu námu 2,4% á árinu 2019 samanborið við 3,9% árið 2017.
Hagræn flokkun útgjalda hins opinbera | |||||||
Hlutfall af VLF | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 | 2017 | 2018 | 20191 |
Heildarútgjöld | 42,4 | 43,8 | 41,4 | 44,5 | 42,9 | 42,3 | 41,9 |
Laun | 13,1 | 13,3 | 13,4 | 13,3 | 14,0 | 14,2 | 14,2 |
Kaup á vöru og þjónustu | 11,3 | 11,1 | 10,5 | 10,2 | 10,2 | 10,4 | 10,6 |
Vaxtagjöld | 4,4 | 4,6 | 4,4 | 3,9 | 3,9 | 2,9 | 2,4 |
Fjárframlög | 1,6 | 1,4 | 1,3 | 1,4 | 1,3 | 1,3 | 1,5 |
Framleiðslustyrkir | 0,2 | 0,2 | 0,2 | 0,2 | 0,2 | 0,2 | 0,2 |
Félagslegar tilf. til heimila | 6,8 | 6,7 | 6,2 | 5,9 | 6,5 | 6,8 | 7,4 |
Önnur tilfærsluútgjöld | 2,1 | 3,5 | 2,5 | 6,9 | 3,4 | 2,1 | 2,0 |
Fjárfesting | 2,8 | 3,0 | 2,8 | 2,7 | 3,3 | 4,4 | 3,6 |
1 Bráðabirgðatölur fyrir árið 2019.
Mikill vöxtur í fjárfestingu hins opinbera á árinu 2018 skýrist meðal annars af afhendingu Hvalfjarðarganga frá einkahlutafélaginu Speli til ríkisins. Bráðabirgðatölur fyrir árið 2019.
Heilbrigðisútgjöld í hlutfalli af landsframleiðslu ekki hærri síðan 2005
Einn stærsti málaflokkurinn í opinberum rekstri eru heilbrigðismálin og á árinu 2019 er áætlað að 18,3% útgjalda hins opinbera hafi runnið til þeirra. Áætlað er að heilbrigðisútgjöld hins opinbera hafi numið 227,5 milljörðum króna á árinu 2019. Útgjöld til heilbrigðismála í hlutfalli af landsframleiðslu hafa aukist á hverju ári frá árinu 2015 og nema 7,7% á árinu 2019 samanborið við 6,8% árið 2015. Heilbrigðisútgjöld í hlutfalli af landsframleiðslu hafa ekki mælst hærri síðan árið 2005.
Útgjöld hins opinbera til fræðslumála eru áætluð um 203,8 milljarðar króna á árinu 2019, eða 6,9% af landsframleiðslu. Útgjöld hins opinbera til fræðslumála í hlutfalli af landsframleiðslu hafa aukist frá árinu 2016 eftir nær samfellda lækkun frá 2005 en þá nam hlutfallið 7,5%.
Tæplega helmingur útgjalda hins opinbera til fræðslumála rann til grunnskólastigsins, eða sem nemur 3,3% af landsframleiðslu. Til háskólastigsins runnu 19,2% af fræðsluútgjöldum hins opinbera, eða 1,3% af landsframleiðslu. Framhaldsskólastigið tók til sín 16,1% útgjaldanna og 10,4% fóru til leikskólastigsins. Í heildina námu útgjöld til fræðslumála 16,4% af heildarútgjöldum hins opinbera.
Bráðabirgðatölur fyrir árið 2019.
Heildarskuldir hins opinbera námu 68,6% af landsframleiðslu í lok árs 2019
Peningalegar eignir hins opinbera námu samkvæmt áætlun rúmlega 1.589,1 milljörðum króna í árslok 2019, eða sem nemur 53,6% af landsframleiðslu. Heildarskuldir hins opinbera námu samkvæmt áætlun 2.034,5 milljörðum króna í lok ársins 2019, eða 68,6% af landsframleiðslu samanborið við 70,5% í árslok 2018. Er þetta áttunda árið í röð þar sem skuldir hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu fara lækkandi en þær hafa ekki mælst lægri á þann mælikvarða í rúman áratug.
Í árslok 2019 er áætlað að erlendar lántökur hafi numið 6,4% af landsframleiðslu. Innlendar lántökur sem hlutfall af landsframleiðslu hafa farið lækkandi og námu 8,7% af landsframleiðslu í árslok 2019. Eignir og skuldir eru áætlaðar út frá greiðslutölum árið 2019 og geta niðurstöður breyst þegar endanlegt uppgjör liggur fyrir.
Peningalegar eignir og skuldir hins opinbera | |||||||
Hlutfall af VLF | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 | 2017 | 2018 | 20191 |
Peningalegar eignir | 60,5 | 61,6 | 49,1 | 50,9 | 56,1 | 54,8 | 53,6 |
Skuldir | 110,2 | 109,0 | 95,3 | 84,2 | 75,4 | 70,5 | 68,6 |
Verðbréf | 43,0 | 42,3 | 38,9 | 34,0 | 28,8 | 24,4 | 22,0 |
Lántökur | 38,8 | 36,4 | 26,1 | 17,2 | 14,4 | 13,0 | 15,0 |
Innlendir lántökur | 18,2 | 16,2 | 12,7 | 9,0 | 9,9 | 8,5 | 8,7 |
Erlendir lántökur | 20,5 | 20,2 | 13,4 | 8,2 | 4,5 | 4,5 | 6,4 |
Lífeyrisskuldbindingar | 23,3 | 23,6 | 25,3 | 27,8 | 27,1 | 26,7 | 25,3 |
Viðskiptaskuldir | 5,1 | 6,6 | 5,0 | 5,1 | 5,0 | 6,4 | 6,3 |
Hrein peningaleg eign | -49,7 | -47,4 | -46,2 | -33,3 | -19,3 | -15,7 | -15,0 |
1 Bráðabirgðatölur fyrir árið 2019.
Bráðabirgðatölur fyrir árið 2019.