FRÉTT FJÁRMÁL HINS OPINBERA 11. MARS 2021

Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 215 milljarða króna árið 2020 samkvæmt bráðabirgðatölum eða sem nemur 7,3% af landsframleiðslu ársins. Til samanburðar var afkoman neikvæð um 46,4 milljarða króna árið 2019 eða 1,5% af landsframleiðslu. Áætlað er að heildartekjur hins opinbera á verðlagi hvers árs 2020 hafi dregist saman um 2,3% á milli ára og að heildarútgjöld hins opinbera hafi aukist um 10,5% á sama tíma.

Leita þarf aftur til 2009 til að finna meiri halla á afkomu hins opinbera en kórónuveirufaraldurinn (Covid-19) hefur haft umtalsverð neikvæð áhrif á bæði tekjuöflun hins opinbera og útgjöld þess. Efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna faraldursins hafa haft umtalsverð áhrif á útgjöld hins opinbera en útgjöld vegna hlutabótaleiðar og greiðslu launa á uppsagnarfresti námu samtals um 35 milljörðum króna á árinu 2020. Útgjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna almennra atvinnuleysisbóta jukust einnig umtalsvert og fóru úr 23 milljörðum króna á árinu 2019 í 54 milljarða á árinu 2020 sem er aukning um 136%.

2008: Gjaldfært 192,2 milljarðar króna vegna yfirtöku ríkissjóðs á töpuðum kröfum vegna veðlána Seðlabankans.
2016: Tekjufært 384,2 ma.kr. vegna stöðugleikaframlags.

Áfram versnandi afkoma hins opinbera á 4. ársfjórðungi 2020
Áætlað er að tekjuafkoma hins opinbera hafi verið neikvæð um 33,2 milljarða króna á 4. ársfjórðungi 2020 eða sem nemur 4,2% af landsframleiðslu ársfjórðungsins. Í heild er áætlað að tekjur hins opinbera hafi aukist um 3,1% á 4. ársfjórðungi frá sama tíma árið áður. Á sama tímabili er áætlað að heildarútgjöld hins opinbera hafi aukist um 12,1%.

Fjárhagur hins opinbera á 4. ársfjórðungi
2019 2020 Breyting
Verðlag hvers árs, milljarðar króna 4. ársfj. 4. ársfj. %
Heildartekjur 349,8 360,5 3,1
Heildarútgjöld 351,2 393,6 12,1
Fjárfesting 28,1 32,2 14,5
Tekjujöfnuður -1,5 -33,2
Tekjujöfnuður % af tekjum -0,4 -9,2
Tekjujöfnuður % af VLF ársfjórðungs -0,2 -4,2

Tekjur hins opinbera 42,4% af landsframleiðslu
Tekjur hins opinbera eru áætlaðar 1.246,3 milljarðar króna árið 2020 eða sem nemur 42,4% af vergri landsframleiðslu (VLF). Til samanburðar mældust tekjur hins opinbera 1.276,2 milljarður króna árið 2019 eða 41,9% af landsframleiðslu þess árs. Á verðlagi hvers árs drógust tekjur hins opinbera saman um tæpa 30 milljarða á árinu 2020, borið saman við fyrra ár, eða um 2,3%. Þennan samdrátt má rekja til samdráttar í tekjum ríkissjóðs.

Tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaframlagi upp á 384,2 ma.kr. eru meðtaldar 2016.

Heildartekjur ríkissjóðs árið 2020 eru áætlaðar 890,4 milljarðar króna og að þær hafi dregist saman um 4,8% frá árinu 2019. Á sama tíma eru tekjur sveitarfélaga áætlaðar 404,4 milljarðar króna sem er um 5,3% aukning frá fyrra ári. Heildartekjur almannatrygginga jukust mest á tímabilinu eða um 24,8% og eru áætlaðar alls 361,6 milljarðar króna á árinu 2020. Rétt er að benda á að 99,5% tekna almannatrygginga renna úr ríkissjóði. Hjá ríkissjóði eru framlögin gjaldfærð undir fjárframlög til opinberra aðila. Þegar tekjur og gjöld hins opinbera eru tekin saman er framlögum á milli opinberra aðila eytt út til að koma í veg fyrir ofmat á tekjum og gjöldum.

Heildartekjur hins opinbera og undirgeira þess
Verðlag hvers árs, milljarðar króna20142015201620172018 2019 2020
Hið opinbera 964.6 997.7 1,484.0 1,200.7 1,275.3 1,276.2 1,246.3
Ríkissjóður 743.0 756.6 1,214.6 902.4 951.3 935.0 890.4
Sveitarfélög 256.2 276.7 309.8 335.0 365.7 384.2 404.4
Almannatryggingar 168.6 178.8 200.3 224.4 251.2 289.6 361.6
Hlutfall af VLF %       
Hið opinbera 46.2 43.2 59.1 45.4 44.9 41.9 42.4
Ríkissjóður 35.6 32.7 48.4 34.2 33.5 30.7 30.3
Sveitarfélög 12.3 12.0 12.3 12.7 12.9 12.6 13.8
Almannatryggingar 8.1 7.7 8.0 8.5 8.8 9.5 12.3

Tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaframlagi upp á 384,2 ma.kr. eru meðtaldar 2016.

Skattar á tekjur og hagnað jukust um 1,5% árið 2020
Skattar á tekjur og hagnað er stærsti tekjuliður hins opinbera og er metið að hann hafi skilað 43,2% af heildartekjum hins opinbera á árinu 2020. Alls námu tekjur hins opinbera af sköttum á tekjur og hagnað um 538 milljörðum króna á árinu 2020 og jukust um 1,5% frá fyrra ári. Sem hlutfall af landsframleiðslu námu skattar af tekjum og hagnaði 18,3% á síðasta ári. Tekjur hins opinbera af sköttum á vöru og þjónustu drógust saman á árinu 2020 borið saman við fyrra ár eða um 3,7%. Skattar á vöru og þjónustu námu 26,6% af heildartekjum það ár eða 11,3% af landsframleiðslu ársins.

Skatttekjur og tryggingagjöld hins opinbera
Verðlag hvers árs, milljarðar króna201420152016201720182019 2020
Skatttekjur og tryggingagjöld 774,3 812,0 1.263,2 981,0 1.036,8 1.061,9 1.061,3
Skattar á tekjur og hagnað 360,5 381,0 429,5 484,0 511,7 530,2 538,0
Skattar á launagreiðslur 7,0 6,6 7,4 7,9 8,5 9,1 9,1
Eignaskattar 46,1 39,2 427,7 49,4 51,8 58,4 65,8
Skattar á vöru og þjónustu 237,3 262,2 293,2 329,6 345,4 344,8 332,1
Skattar á alþjóðaviðskipti 6,1 5,0 5,1 3,9 4,1 3,4 2,7
Aðrir skattar 43,8 38,4 14,9 16,4 17,0 18,6 19,4
Tryggingagjöld 73,4 79,7 85,4 89,6 98,2 97,4 94,2
Hlutfall af VLF %        
Skatttekjur og tryggingagjöld 37,1 35,1 50,3 37,1 36,5 34,9 36,1
Skattar á tekjur og hagnað 17,3 16,5 17,1 18,3 18,0 17,4 18,3
Skattar á launagreiðslur 0,3 0,3 0,3 0,3 0,3 0,3 0,3
Eignaskattar 2,2 1,7 17,0 1,9 1,8 1,9 2,2
Skattar á vöru og þjónustu 11,4 11,3 11,7 12,5 12,2 11,3 11,3
Skattar á alþjóðaviðskipti 0,3 0,2 0,2 0,1 0,1 0,1 0,1
Aðrir skattar 2,1 1,7 0,6 0,6 0,6 0,6 0,7
Tryggingagjöld 3,5 3,4 3,4 3,4 3,5 3,2 3,2

Tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaframlagi upp á 384,2 ma.kr. eru meðtaldar 2016.

Útgjöld hins opinbera jukust um 10,5% árið 2020
Útgjöld hins opinbera eru áætluð 1.461,3 milljarðar króna árið 2020 og jukust þau um 10,5% á milli ára. Áætlað er að útgjöld ríkissjóðs hafi aukist um 12,8% og útgjöld sveitarfélaga um 4,9% en útgjöld almannatrygginga jukust töluvert meira eða um 25,6% frá fyrra ári.

Útgjöld hins opinbera og undirgeira þess
Í milljörðum króna20142015201620172018 2019 2020
Hið opinbera 958,4 1.006,8 1.168,7 1.175,5 1.249,4 1.322,6 1.461,3
Ríkissjóður 717,8 752,6 904,6 843,7 914,2 967,3 1.091,1
Sveitarfélög 273,8 291,0 310,9 370,0 382,9 402,7 422,2
Almannatryggingar 170,0 177,7 194,0 222,9 245,1 285,1 358,2
Hlutfall af VLF %       
Hið opinbera 45,9 43,6 46,5 44,5 44,0 43,4 49,7
Ríkissjóður 34,4 32,6 36,0 31,9 32,2 31,8 37,1
Sveitarfélög 13,1 12,6 12,4 14,0 13,5 13,2 14,4
Almannatryggingar 8,1 7,7 7,7 8,4 8,6 9,4 12,2

Samneysluútgjöld hins opinbera, þ.e. launaútgjöld, kaup á vöru og þjónustu og afskriftir að frádreginni sölu á vöru og þjónustu, námu 808,8 milljörðum króna eða 27,5% af landsframleiðslu árið 2020. Er það aukning um 8,7% á milli ára. Launakostnaðurinn vegur þyngst og er áætlað að hann hafi aukist um 9,4% frá árinu 2019.

Áætluð fjárfestingarútgjöld hins opinbera námu 104,4 milljörðum króna 2020 eða sem nemur 3,6% af landsframleiðslu ársins. Sem hlutfall af landsframleiðslu ársins hefur fjárfesting hins opinbera staðið í stað en á verðlagi ársins er áætlað að fjárfesting hins opinbera hafi dregist saman um 6 milljarða króna. Þennan samdrátt má rekja til fjárfestinga sveitarfélaga en áætlað er að þær hafi dregist saman um tæpa 10 milljarða króna á milli ára. Þess má þó geta að fjárfesting sveitarfélaga árin 2018 og 2019 mældist talsvert mikil samanborið við árin þar á undan. Bráðabirgðatölur benda til þess að félagslegar tilfærslur til heimila hafi aukist um rúmlega 31% á árinu 2020 og hafi numið 9,9% af landsframleiðslu borið saman við 7,3% árið áður. Þessa aukningu má að langstærstum hluta rekja til áhrifa kórónuveirufaraldursins og aðgerða stjórnvalda honum tengdum. Áætluð vaxtagjöld hins opinbera hafa lækkað umtalsvert síðustu ár og sem hlutfall af landsframleiðslu námu þau 4% á árinu 2020 samanborið við 6,9% árið 2015.

Hagræn flokkun útgjalda hins opinbera
Hlutfall af VLF %201420152016201720182019 2020
Heildarútgjöld 45,9 43,6 46,5 44,5 44,0 43,4 49,7
Laun 13,5 13,5 13,5 14,1 14,2 14,2 16,1
Kaup á vöru og þjónustu 11,3 10,7 10,4 10,6 10,8 10,8 11,8
Vaxtagjöld 6,9 6,9 6,2 5,8 5,0 4,4 4,0
Fjárframlög 1,2 1,1 1,2 1,2 1,2 1,2 2,1
Framleiðslustyrkir 0,2 0,2 0,2 0,2 0,2 0,2 0,3
Félagslegar tilf. til heimila 6,7 6,1 5,9 6,5 6,6 7,3 9,9
Önnur tilfærsluútgjöld 3,1 2,1 6,6 3,1 1,8 1,7 2,0
Fjárfesting 3,0 2,8 2,6 3,1 4,2 3,6 3,6

Mikill vöxtur í fjárfestingu hins opinbera á árinu 2018 skýrist meðal annars af afhendingu Hvalfjarðarganga frá einkahlutafélaginu Speli til ríkisins.

44% af áætlaðri aukningu heilbrigðisútgjalda vegna Covid-19
Áætlað er að heilbrigðisútgjöld hins opinbera hafi numið 248,8 milljörðum króna 2020 eða 17% af heildarútgjöldum hins opinbera. Er það aukning um 10,4% frá fyrra ári eða sem nemur 23,4 milljörðum króna. 44% af áætlaðri aukningu heilbrigðisútgjalda hins opinbera má rekja beint til útgjalda vegna kórónuveirufaraldursins.

Útgjöld hins opinbera til heilbrigðismála sem hlutfall af landsframleiðslu, hafa aukist árlega frá 2015 og nema 8,5% á árinu 2020 samanborið við 6,7% árið 2015. Mikil hlutfallsleg aukning á milli 2019 og 2020 skýrist að hluta til af samdrætti í landsframleiðslu á tímabilinu.

Útgjöld hins opinbera til fræðslumála eru áætluð 208,8 milljarðar króna 2020 eða 14% af heildarútgjöldum hins opinbera. Er það aukning um 7,1% frá árinu 2019. Sem hlutfall af landsframleiðslu ársins mælist töluverð aukning í útgjöldum til fræðslumála en hafa ber í huga að landsframleiðsla dróst saman á árinu 2020 í samanburði við 2019.

Áætlað er að 51% útgjalda hins opinbera til fræðslumála renni til grunnskólastigsins, eða sem nemur 3,6% af landsframleiðslu, til framhaldsskólastigsins 17%, eða sem nemur 1,2% af landsframleiðslu, og til háskólastigsins 16% af fræðsluútgjöldum hins opinbera eða 1,1% af landsframleiðslu.

Heildarskuldir hins opinbera námu 115,5% af landsframleiðslu í lok árs 2020
Hrein peningaleg eign hins opinbera er áætluð neikvæð um 933,5 milljarða króna í árslok 2020 eða sem nemur 31,7% af landsframleiðslu ársins. Peningalegar eignir hins opinbera námu 2.462,0 milljörðum króna í árslok 2020, eða 83,7% af landsframleiðslu, og heildarskuldir hins opinbera námu samkvæmt áætlun 3.395,5 milljörðum króna í lok ársins 2020 eða 115,5% af landsframleiðslu samanborið við 101,2% í árslok 2019. Á tímabilinu 2012 til 2018 fóru skuldir hins opinbera minnkandi en í kjölfar hallarekstrar hins opinbera á árinu 2019 tóku skuldir hins opinbera að aukast aftur. Er áætlað að skuldirnar hafi aukist enn frekar á árinu 2020 eða um 10,2% frá árslokum 2019 til ársloka 2020.

Hallarekstur hins opinbera árið 2020 virðist að mestu fjármagnaður með lántöku en áætlað er að lántökur hins opinbera hafi í lok árs 2020 numið 23,9% af landsframleiðslu ársins í samanburði við 16,2% í árslok 2019. Bæði má sjá töluverða aukningu í innlendri og erlendri lántöku.

Peningalegar eignir og skuldir hins opinbera
Hlutfall af VLF %201420152016201720182019 2020
Peningalegar eignir 102,9 85,7 84,2 81,3 76,8 76,9 83,7
Skuldir 146,5 128,3 113,8 102,6 93,5 101,2 115,5
Verðbréf 78,4 70,7 62,4 54,6 47,9 52,1 56,0
Lántökur 36,8 26,5 17,5 14,7 13,3 16,2 23,9
Innlendir lántökur 16,5 13,0 9,3 10,2 8,7 9,8 15,1
Erlendir lántökur 20,3 13,6 8,3 4,6 4,5 6,4 8,7
Lífeyrisskuldbindingar 23,5 25,2 27,7 26,9 26,2 27,0 28,3
Viðskiptaskuldir 7,8 5,9 6,3 6,4 6,1 5,9 7,3
Hrein peningaleg eign -43,7 -42,6 -29,6 -21,3 -16,8 -24,3 -31,7

Afkoma hins opinbera ásamt tölum um eignir og skuldir eru áætlaðar út frá bráðabirgðatölum. Niðurstöður munu taka breytingum þegar endanlegt uppgjör liggur fyrir í útgáfu í september 2021.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang opinberfjarmal@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.