Áætluð tekjuafkoma hins opinbera var jákvæð um 9,6 milljarða króna á 1. ársfjórðungi 2018. Á sama tíma árið 2017 var afkoman jákvæð um 8,4 milljarða króna. Heildartekjur hins opinbera jukust um 5,3% milli 1. ársfjórðungs 2017 og 2018 á sama tíma og heildargjöld jukust um 5,0%. Tekjuafgangurinn nam 1,5% af landsframleiðslu ársfjórðungsins eða 3,5% af tekjum hins opinbera.
Fjármál hins opinbera á 1. ársfjórðungi 2018 — Hagtíðindi