Tekjuafkoma hins opinbera er áætluð jákvæð um 13,2 milljarða króna á 3. ársfjórðungi 2017. Nam tekjuafgangurinn 1,9% af landsframleiðslu ársfjórðungsins eða 4,7% af heildartekjum hins opinbera. Til samanburðar var tekjujöfnuðurinn 1,7% af landsframleiðslu ársfjórðungsins og 4,3% af tekjum hins opinbera á 3. ársfjórðungi 2016. Fyrstu níu mánuði ársins 2017 nam tekjuafgangurinn 37,7 milljörðum eða 4,6% af tekjum tímabilsins.


Fjármál hins opinbera á 3. ársfjórðungi 2017 - Hagtíðindi

Talnaefni (sjá Fjárhagur hins opinbera eftir ársfjórðungum 2004-2017)