FRÉTT FJÁRMÁL HINS OPINBERA 13. DESEMBER 2018

Áætluð tekjuafkoma hins opinbera var jákvæð um 1,8 milljarða króna á 3. ársfjórðungi 2018 eða sem nemur 0,2% af landsframleiðslu ársfjórðungsins. Á sama tíma árið 2017 var afkoman jákvæð um 3,9 milljarða króna. Heildartekjur hins opinbera jukust um 6,0% milli 3. ársfjórðungs 2017 og 2018 á sama tíma og heildarútgjöld jukust um 6,8%.

Skýringar: Tekjur af stöðugleikaframlagi upp á 384,2 ma.kr. eru meðtaldar á 1. ársfj. 2016. Fjármagnstilfærsla ríkissjóðs til LSR upp á 105,1 ma.kr. er meðtalin á 4. ársfj. 2016. Fjármagnstilfærsla sveitarfélaga til Brúar lífeyrissjóðs upp á 32,0 ma.kr. er meðtalin á 2. ársfj. 2017.

Út eru komin Hagtíðindi um fjármál hins opinbera á 3. ársfjórðungi 2018. Í því má finna talnalegt yfirlit um helstu þætti opinberra fjármála, þ.e. ríkis, sveitarfélaga og almannatrygginga.

Fjármál hins opinbera á 3. ársfjórðungi — Hagtíðindi
Talnaefni (sjá Fjárhagur hins opinbera eftir ársfjórðungum 2004–2018)

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang opinberfjarmal@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.