Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 5,5 milljarða króna á 3. ársfjórðungi 2019, eða sem nemur 0,7% af vergri landsframleiðslu ársfjórðungsins. Tekjur hins opinbera jukust um 3,4% á 3. ársfjórðungi 2019 frá sama tímabili fyrra árs. Heildarútgjöld jukust um 5,9% á 3. ársfjórðungi 2019 en um 7% á fyrstu 9 mánuðum ársins 2019 samanborið við fyrstu 9 mánuði ársins 2018. Stærsti útgjaldaliður hins opinbera er launakostnaður en hann nemur um 34% af heildarútgjöldunum. Félagslegar tilfærslur til heimila jukust um tæplega 28% á 3. ársfjórðungi 2019 samanborið við síðasta ár en þessa hækkun má að miklu leyti rekja til aukningu á útgjöldum Atvinnuleysistryggingasjóðs. Fjárfesting hins opinbera dróst saman um 3,7% á fyrstu 9 mánuðum ársins 2019 samanborið við sama tímabil fyrra árs.
Fjárhagur hins opinbera á 3. ársfjórðungi | |||
2018 | 2019 | Breyting | |
Verðlag hvers árs, milljarðar króna | 3. ársfj. | 3. ársfj. | % |
Heildartekjur | 297,0 | 307,0 | 3,4 |
Heildarútgjöld | 294,9 | 312,4 | 5,9 |
Fjárfesting | 32,2 | 26,2 | -18,6 |
Tekjujöfnuður | 2,1 | -5,5 | • |
Tekjujöfnuður % af tekjum | 0,7 | -1,8 | • |
Tekjujöf. % af VLF ársfjórðungs | 0,3 | -0,7 | • |
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang opinberfjarmal@hagstofa.isDeila
Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.