FRÉTT FJÁRMÁL HINS OPINBERA 31. OKTÓBER 2007

Í uppgjöri Hagstofunnar á fjármálum sveitarfélaga sem birtist þann 27. september 2007 voru tekjur sveitarfélaganna af gatna- og lóðaframkvæmdum ofmetnar á árinum 2003-2006. Þær tekjur eru brúttófærðar í uppgjöri Hagstofunnar, en flest sveitarfélög nettófæra slíkar tekjur í bókhaldi sínu, þ.e. draga þær frá framkvæmdum ársins. Tekjurnar eru leiðréttar í samræmi við ítarlegri upplýsingar sem nú eru tiltækar og meginniðurstaðan birt í eftirfarandi töflu. Þar kemur fram að tekjuafkoma sveitarfélaganna á árunum 2005 og 2006 er ekki eins hagstæð og áður var talið. Munar þar 7,2 milljörðum króna árið 2006 og 3,4 milljörðum króna árið 2005. Þá er tekjuafkoma áranna 2003 og 2004 heldur lakari en í fyrra uppgjöri. Talnaefnið á vef Hagstofunnar hefur verið leiðrétt til samræmis við þetta.

Tekjur, gjöld og tekjuafkoma sveitarfélaga eftir leiðréttingu
Milljónir króna 2003 2004 2005 2006
         
Heildartekjur 101.929 112.754 130.681 161.176
Heildarútgjöld 108.318 119.887 129.653 157.407
Tekjuafgangur/halli -6.389 -7.133 1.028 3.769

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.