FRÉTT FYRIRTÆKI 27. FEBRÚAR 2013

Í janúarmánuði voru skráð 178 ný einkahlutafélög, flest í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum. Til samanburðar voru 148 ný einkahlutafélög skráð í janúar 2012.

Þá voru 62 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í janúarmánuði, flest í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum.

Til þessa hefur Hagstofan birt tölur um gjaldþrot fyrirtækja eftir árum og bálkum atvinnugreina. Þessi tafla hefur nú verið uppfærð þar sem upplýsingar um gjaldþrot eftir landshlutum eru einnig aðgengilegar. Þessi tafla verður uppfærð árlega en Hagstofan birtir eins töflu fyrir nýskráð hluta- og einkahlutafélög.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.