Árið 2017 voru yfir 30 þúsund virk fyrirtæki með rúmlega 134 þúsund starfsmenn. Rekstrartekjur þessara fyrirtækja námu rúmlega 4.000 milljörðum króna. Af virkum fyrirtækjum voru rúmlega 28 þúsund með færri en 10 starfsmenn (94% af heildinni). Hjá fyrirtækjum með færri en 10 starfsmenn starfa tæplega 38 þúsund (28%), rekstrartekjur þessara fyrirtækja námu um 908 milljörðum króna (16%) og skiluðu þau 188 milljörðum (38%) í vergan rekstrarafgang (EBITDA). Til samanburðar voru einungis 179 fyrirtæki með 100 starfsmenn eða fleiri, hjá þeim störfuðu 51 þúsund starfsmenn (38%), rekstrartekjur námu 1.800 milljörðum króna (45%) og vergur rekstrarafgangur var 210 milljarðar (43%).

Tölur fyrir árin 2008-2017 sem hér eru birtar byggja á samræmdri aðferðafræði og eru samanburðarhæfar við fyrirtækjatölfræði í öðrum löndum Evrópu. Tölfræðin byggir á rekstrarframtölum fyrirtækja og einstaklinga. Hún nær til einkageirans utan landbúnaðar, fjármála- og vátryggingastarfsemi. Opinber stjórnsýsla, heilbrigðis- og félagsþjónusta, fræðslustarfsemi, menningar-, íþrótta- og tómstundastarfsemi ásamt starfsemi félagasamtaka er undanskilin. Gögnin eru brotin niður eftir atvinnugrein fyrirtækja og fjölda starfsmanna.

Rekstrartekjur eftir atvinnugreinum 2017
Starfsmannafjöldi
0-12-45-910-4950-99100+Alls
Viðskiptahagkerfið að undanskilinni fjármála- og vátryggingastarfsemi383.017 245.218 280.357 940.830 376.919 1.799.411 4.025.752
Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum56.317 84.155 115.293 371.112 146.105 465.916 1.238.897
Framleiðsla án fiskvinnslu18.253 14.216 21.482 109.190 60.808 411.417 635.367
Einkennandi greinar ferðaþjónustu48.859 25.225 30.529 147.364 37.082 301.385 590.443
Flutningar og geymsla46.345 8.929 8.873 50.070 21.319 317.583 453.119
Byggingarstarfsemi, mannvirkjagerð, námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu64.098 43.031 48.215 101.273 28.831 49.596 335.044
Tækni- og hugverkaiðnaður25.949 13.642 10.744 52.259 22.357 176.222 301.173
Sjávarútvegur11.114 8.341 12.104 55.416 22.263 168.432 277.671
Farþegaflutningar33.712 1.897 2.187 18.627 7.139 203.693 267.256
Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta28.225 17.605 19.470 64.223 11.545 71.550 212.618
Hátækniþjónusta16.332 11.269 7.649 32.280 16.897 125.820 210.246
Upplýsingar og fjarskipti21.723 11.448 8.675 35.328 15.879 105.476 198.528
Rekstur gististaða og veitingarekstur6.879 12.243 15.472 80.883 22.858 52.091 190.427
Veitustarfsemi,meðhöndlun úrgangs og afmengun4.033 2.448 602 13.027 30.052 112.297 162.460
Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi33.122 21.073 15.735 35.947 12.402 37.085 155.365

Fjöldi starfsmanna eftir atvinnugreinum 2017
Starfsmannafjöldi
0-12-45-910-4950-99100+Alls
Viðskiptahagkerfið að undanskilinni fjármála- og vátryggingastarfsemi16.450 10.332 11.122 32.783 12.362 51.068 134.117
Einkennandi greinar ferðaþjónustu1.830 1.376 1.955 9.327 2.658 10.799 27.945
Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum1.601 2.168 2.597 6.337 2.557 10.157 25.417
Framleiðsla án fiskvinnslu864 771 1.122 4.394 2.352 7.774 17.277
Rekstur gististaða og veitingarekstur750 889 1.416 7.487 2.033 4.521 17.096
Byggingarstarfsemi, mannvirkjagerð, námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu3.192 2.215 2.282 4.135 963 1.570 14.357
Flutningar og geymsla1.420 372 341 1.440 709 9.898 14.180
Tækni- og hugverkaiðnaður1.096 667 680 2.316 1.098 6.799 12.656
Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta1.164 787 877 2.536 719 5.031 11.114
Hátækniþjónusta992 557 528 1.654 843 5.531 10.105
Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi3.315 1.196 963 1.929 695 1.837 9.935
Sjávarútvegur757 354 447 1.808 928 4.822 9.116
Upplýsingar og fjarskipti1.372 577 473 1.671 902 3.760 8.755
Farþegaflutningar785 107 102 529 328 4.378 6.229
Veitustarfsemi,meðhöndlun úrgangs og afmengun25 41 36 300 361 1.594 2.357

Fyrir tímanlegri upplýsingar þá gefur Hagstofa Íslands einnig mánaðarlega út tölur um virðisaukaskattskylda veltu eftir atvinnugreinum ásamt mánaðarlegum tölum um fjölda starfandi. Þá eru einnig gefnar út tölur um fjölda launþega og fjölda launagreiðenda.

Talnaefni