Hagstofan hefur tekið saman yfirlit um ársreikninga fyrirtækja á árinu 2002 með samanburði við árið 2001. Hér er um að ræða fyrirtæki (lögaðila) í öllum atvinnurekstri að fyrirtækjarekstri hins opinbera meðtöldum en önnur starfsemi hins opinbera er undanskilin.
Á árinu 2002 varð hagnaður af reglulegri starfsemi 8.277 fyrirtækja sem voru einnig í rekstri árið 2001 (paraður samanburður) 6,2% af tekjum en árið áður var tap 0,5% af tekjum. Á árinu 2002 varð hagnaður af reglulegri starfsemi allra fyrirtækja í safninu 11.664 að tölu, 6,6% af tekjum, en árið áður var 1,2% tap af reglulegri starfsemi 10.802 fyrirtækja.
Ásreikningar fyrirtækja 2001-2002 - útgáfur