Reiknuð sala á eldsneyti (í rúmmetrum) í lok mars 2020 var 42% lægri en meðal dagleg sala í mars 2019. Meðal sala sem af er apríl er 68% lægri en meðal dagleg sala í apríl í fyrra. Samkomubann tók gildi á miðnætti 15. mars 2020, en í aðdraganda þess var sala eldsneytis um 8% hærri en meðal salan í mars 2019.
Dagana fyrir samkomubann voru rúm 9% af sölu á erlend greiðslukort, en um miðjan mánuðinn var hlutur þeirra undir 1% af heildar sölu. Eftir að samkomubann var sett á dró úr sölu eldsneytis nokkuð stöðugt á milli vikna, en nokkur aukning í sölu mælist í byrjun apríl.
Sjá nánar: Eldsneytissala af eldsneytisstöðvum