FRÉTT FYRIRTÆKI 26. MARS 2015

Nýskráningum einkahlutafélaga síðustu 12 mánuði, frá mars 2014 til febrúar 2015, hefur fjölgað um 5% samanborið við 12 mánuði þar á undan. Alls voru 2.046 ný félög skráð á tímabilinu. Mest er fjölgun nýskráninga í sérfræðilegri, vísindalegri og tæknilegri starfsemi, 43% á síðustu 12 mánuðum.

Gjaldþrot einkahlutafélaga síðustu 12 mánuði, frá mars 2014 til febrúar 2015, hafa dregist saman um 17% samanborið við 12 mánuði þar á undan. Alls voru 778 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á tímabilinu. Gjaldþrotum fækkaði mest í flokknum flutningar og geymsla, eða um 35% á síðustu 12 mánuðum.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.