Þann 1. janúar 2008 tekur gildi ný atvinnugreinaflokkun á Íslandi, ÍSAT2008. Flokkunin er byggð á nýrri atvinnugreinaflokkun Evrópusambandsins, NACE Rev. 2, sem mun gilda í öllum ríkjum evrópska efnahagssvæðisins frá 1. janúar 2008. Gildistaka hins nýja flokkunarkerfis er lögbundin samkvæmt samningnum um evrópska efnahagssvæðið.
Atvinnugreinaflokkun er meðal mikilvægustu flokkunarkerfa í hagskýrslugerð, þar sem samræmt flokkunarkerfi tryggir samanburðarhæfni á hagstærðum atvinnulífsins milli þjóða. Öllum lögskráðum félögum og einstaklingum í atvinnurekstri ber samkvæmt því að hafa skráða starfsemi samkvæmt ÍSAT2008 í fyrirtækjaskrá frá og með 1. janúar 2008.
ÍSAT2008 leysir af hólmi ÍSAT 95 frá árinu 1995. Uppbygging flokkunarkerfisins er í grunninn óbreytt þar sem fyrstu fjórir stafirnir eru í samræmi við NACE og fimmti stafur notaður þar sem talin er þörf á meiri sundurgreiningu en NACE flokkunarkerfið býður uppá. Frekari upplýsingar um ÍSAT2008 flokkunarkerfið er að finna á www.hagstofa.is/isat