FRÉTT FYRIRTÆKI 08. APRÍL 2021

Fyrirtæki í örum vexti, þar sem aukning í rekstrartekjum var að lágmarki 10% á ári yfir þriggja ára tímabil, voru 1674 talsins á árunum 2016-2019. Árið 2019 voru þessi fyrirtæki með tæplega 980 milljarða í rekstrartekjur og með yfir 30 þúsund starfsmenn.

Fjöldi fyrirtækja í örum vexti fækkaði töluvert á milli ára, úr 2007 árið 2018 í 1674 árið 2019 eða um 17% milli ára. Þá fækkun er að stærstum hluta hægt að rekja til þess að fyrirtækjum í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi fækkaði úr 318 árið 2018 í 198 árið 2019, eða um 38%. Hlutfallslega var mest fækkun á meðal fyrirtækja með tíu eða fleiri starfsmenn eða 50% á milli ára.

Flest fyrirtæki í örum vexti voru í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð árið 2019, eða 483, og hafði þeim fækkað um 12% miðað við árið 2018.

Fyrirtækjum í örum vexti fjölgaði á milli ára bæði í sjávarútvegi og í tækni- og hugverkaiðnaði árið 2019. Sú fjölgun varð að stærstum hluta hjá fyrirtækjum með annars vegar tíu starfsmenn eða fleiri og hins vegar með tvo til fjóra starfsmenn.

Fyrirtæki í örum vexti eru einnig mæld út frá fjölgun launþega. Fyrirtæki með 1-9 launþega teljast þannig vera í örum vexti ef launþegum fjölgar um 3,31 eða fleiri yfir þriggja ára tímabil. Fyrirtæki með tíu eða fleiri starfsmenn teljast í örum vexti ef árlegur meðalvöxtur í fjölda launþega er 10% eða meiri yfir þriggja ára tímabil.

Á árunum 2016-2019 voru 661 fyrirtæki í örum vexti mælt í fjölgun launþega. Árið 2019 voru þessi fyrirtæki með tæplega 730 milljarða í rekstrartekjur og með yfir 23 þúsund starfsmenn.

Fyrirtækjum í örum vexti fækkaði töluvert á milli ára, úr 752 árið 2018 í 661 árið 2019, eða um 12%. Mest fækkaði fyrirtækjum í örum vexti í einkennandi greinum ferðaþjónustu (-17%) og í heild- og smásöluverslun (-25%).

Fyrirtækjum í örum vexti með 10 starfsmenn eða fleiri fækkaði um 32% í einkennandi greinum ferðaþjónustu, eða úr 68 árið 2018 í 46 árið 2019, sem er framhald af þróun sem hófst árið 2018. Fyrirtækjum með tíu starfsmenn eða fleiri í heild- og smásöluverslun fækkaði einnig um 37% eða úr 68 árið 2018 í 43 miðað við fyrra ár.

Í lok árs 2019 voru flest fyrirtæki í örum vexti, mælt í fjölgun launþega, í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð eða 180 fyrirtæki. Það er nánast óbreytt staða frá 2018 þegar fjöldi þeirra var 179. Í raun mældist enginn atvinnugreinaflokkur með aukningu í fjölda fyrirtækja í örum vexti árið 2019 mælt í fjölgun launþega.

Á meðal fyrirtækja í viðskiptahagkerfinu með tíu eða fleiri starfsmenn var hlutfall fyrirtækja í örum vexti árið 2019 23,9% mælt í fjölgun launþega og 30,2% mælt í rekstrartekjum.

Hlutfall fyrirtækja í örum vexti með tíu eða fleiri starfsmenn árið 2019, mælt í fjölgun launþega, var hæst í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, eða um 41,9%, og lægst í sjávarútvegi eða um 13,3%.

Mælt í rekstrartekjum var hlutfall fyrirtækja í örum vexti með tíu eða fleiri starfsmenn árið 2019 einnig hæst í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, eða um 51,6%, en lægst í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi, um 19,4%, og hefur þetta hlutfall aldrei verið lægra síðan mælingar hófust.

Árið 2019 hófu 3.782 fyrirtæki starfsemi og var heildarfjöldi virkra fyrirtækja í viðskiptahagkerfinu 32.276. Flest fyrirtæki sem hófu starfsemi voru í byggingarstarfsemi og tengdum greinum eða 627 fyrirtæki árið 2019. Í einkennandi greinum ferðaþjónustu hófu 523 fyrirtæki starfsemi árið 2019 samanborið við 504 árið 2018 og 675 fyrirtæki árið 2017.

Hlutfall fyrirtækja sem hófu starfsemi af heildarfjölda virkra fyrirtækja í viðskiptahagkerfinu var 11,7% árið 2019. Það hlutfall var lægst í sjávarútvegi, eða um 7,1%, en hæst 13,3% í tækni- og hugverkaiðnaði.

Hlutfall fyrirtækja sem hófu starfsemi eftir atvinnugreinum 2014–2019
Atvinnugrein/
atvinnugreinahópur
Ár Fjöldi virkra
fyrirtækja
Fjöldi fyrirtækja
sem hófu starfsemi
Hlutfall fyrirtækja
sem hófu starfsemi
Viðskiptahagkerfið að undanskilinni fjármála- og
vátryggingastarfsemi
2014 285833574 12,5%
2015 290753474 11,9%
2016 306004197 13,7%
2017 313333834 12,2%
2018 317053578 11,3%
2019 322763782 11,7%
Sjávarútvegur 2014 1489 99 6,6%
2015 1450 97 6,7%
2016 1450 125 8,6%
2017 1375 64 4,7%
2018 1326 74 5,6%
2019 1304 93 7,1%
Framleiðsla án fiskvinnslu 2014 1823 130 7,1%
2015 1799 141 7,8%
2016 1881 189 10,0%
2017 1881 157 8,3%
2018 1835 109 5,9%
2019 1802 137 7,6%
Byggingarstarfsemi, mannvirkjagerð, námugröftur
og vinnsla hráefna úr jörðu
2014 4745 574 12,1%
2015 4861 612 12,6%
2016 5115 685 13,4%
2017 5351 673 12,6%
2018 5435 619 11,4%
2019 5557 627 11,3%
Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á
vélknúnum ökutækjum
2014 4048 430 10,6%
2015 4023 404 10,0%
2016 4093447 10,9%
2017 4106 420 10,2%
2018 4102 400 9,8%
2019 4092 406 9,9%
Einkennandi greinar ferðaþjónustu á Íslandi* 2014 3120 491 15,7%
2015 3469 570 16,4%
2016 4042 782 19,3%
2017 4380 675 15,4%
2018 4466 504 11,3%
2019 4579 523 11,4%
Tækni- og hugverkaiðnaður** 2014 2031 319 15,7%
2015 2008 271 13,5%
2016 2078 294 14,1%
2017 2104 286 13,6%
2018 2098 244 11,6%
2019 2127 282 13,3%

Með fyrirtækjum er bæði átt við lögaðila og einstaklinga sem hefja rekstur á eigin kennitölu. Fjöldi starfsmanna hjá fyrirtækjum sem hófu starfsemi árið 2019 var rúmlega 3.800 og námu rekstrartekjur þessara fyrirtækja 38,2 milljörðum króna.

Hlutfall fyrirtækja sem hófu starfsemi árið 2018 og voru virk árið á eftir var 74,5% í viðskiptahagkerfinu. Þetta hlutfall hefur ekki verið lægra síðan 2009 miðað við fyrirtæki sem hófu starfsemi árið 2008. Hlutfall fyrirtækja sem hófu starfsemi árið 2018 og voru virk árið 2019 var hæst í einkennandi greinum ferðaþjónustu, eða um 80,6%, en lægst 68,9% í tækni- og hugverkaiðnaði.

Hlutfall fyrirtækja í viðskiptahagkerfinu sem hófu starfsemi árið 2014 og voru virk fimm árum eftir það, eða 2019, var 39,5%. Þetta hlutfall var hæst í einkennandi greinum ferðaþjónustu, eða um 48,5%, en lægst 33,3% í sjávarútvegi.

Hlutfall fyrirtækja sem voru virk einu og fimm árum eftir að þau hófu starfsemi eftir atvinnugreinum 2015–2019
Ár Viðskiptahagkerfið að undanskilinni fjármála- og vátryggingastarfsemi Framleiðsla án fiskvinnslu Sjávarútvegur Byggingarstarfsemi, mannvirkjagerð, námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu Heild- og smá- söluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum Einkennandi greinar ferðaþjónustu á Íslandi* Tækni- og hugverkaiðnaður**
Hlutfall fyrirtækja sem voru virk
árið eftir að þau hófu starfsemi, %
2015 78,2 73,8 74,7 77,5 81,6 85,3 74,9
2016 80 86,5 77,3 81,2 81,2 84,4 76,8
2017 79,3 79,4 76 82,5 80,8 82,5 72,8
2018 76,3 80,3 76,6 76,7 78,1 81,8 70,3
2019 74,5 69,7 74,3 77,5 79 80,6 68,9
Hlutfall fyrirtækja sem voru virk
fimm árum eftir að þau hófu
starfsemi, %
2015 38,4 45,6 42,1 33,9 42,2 48,2 34,2
2016 39,2 43,5 50 30,6 41,1 46,2 40
2017 41,9 41,4 47,9 42,4 40 51,2 32,3
2018 41,8 40,9 52,9 37,9 42,9 53,5 39,4
2019 39,5 40,8 33,3 38,3 45,1 48,5 36,1

Fyrirtæki teljast hætt starfsemi hafi þau hvorki starfsmenn né rekstrartekjur í tvö almanaksár. Árið 2017 var síðasta rekstrarár 3.095 fyrirtækja í viðskiptahagkerfinu en með fyrirtækjum er einnig átt við einstaklinga með rekstur á eigin kennitölu. Á síðasta rekstrarári, árið 2017, voru þessi fyrirtæki með yfir 19 milljarða í rekstrartekjur og yfir 2.900 starfsmenn. Hins vegar var hlutfall fyrirtækja sem hættu starfsemi á árinu það sama og árið 2016, eða 9,9%.

Um gögnin
Tölfræði um lýðfræði fyrirtækja byggir á samræmdri aðferðafræði Eurostat og OECD og er því samanburðarhæf við fyrirtækjatölfræði í öðrum löndum Evrópu. Tölfræðin byggir á rekstrarframtölum fyrirtækja og einstaklinga. Hún nær til einkageirans utan landbúnaðar, fjármála- og vátryggingastarfsemi. Opinber stjórnsýsla, heilbrigðis- og félagsþjónusta, fræðslustarfsemi, menningar-, íþrótta- og tómstundastarfsemi ásamt starfsemi félagasamtaka er undanskilin.

Tölur eru nú birtar fyrir tímabilið 2003-2019 og eru brotnar niður eftir atvinnugreinum samkvæmt íslenskri atvinnugreinaflokkun, ÍSAT2008.

Fyrirtæki teljast hefja starfsemi árið sem þau byrja að hafa rekstrartekjur eða launakostnað. Þegar rekstur fyrirtækis færist á milli kennitalna telst það ekki vera nýtt fyrirtæki nema tvö af þremur eftirfarandi skilyrðum séu uppfyllt; reksturinn sé í annarri atvinnugrein skv. ÍSAT2008, reksturinn fari fram á annarri starfsstöð eða skipt hafi verið að megninu til um starfsfólk. Einnig eru gerðar leiðréttingar í tengslum við samruna fyrirtækja og skiptingu.

Fyrirtæki sem hófu starfsemi árið t og voru virk í t+5 eru fyrirtæki sem stofnuð voru á ári t teljast enn í rekstri á ári t+5 ef þau voru virk með tilliti til rekstrartekna og/eða launaðrar atvinnu á hvaða hluta áranna t+1, t+2, t+3, t+4 og t+5 sem er (þ.e. voru enn með starfsemi án breytinga). Við úrvinnslu gagna eru gerðar leiðréttingar.

Upphæðir eru á verðlagi hvers árs.

* Farþegaflutningar; Veitinga- og gistiþjónusta; Leiga á vélknúnum ökutækjum; Leiga á tómstunda- og íþróttavörum; Ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur og önnur bókunarþjónusta; Þjónustustarfsemi tengd flutningi með flugi; Nuddstofur, sólbaðsstofur, gufuböð o.þ.h.
** Framleiðsla á efnum og efnavörum; Vopna- og skotfæraframleiðsla; Framleiðsla á tölvu-, rafeinda- og optískum vörum; Framleiðsla á rafbúnaði og heimilistækjum; Framleiðsla á öðrum ótöldum vélum og tækjum; Framleiðsla á vélknúnum ökutækjum og tengivögnum; Framleiðsla annarra farartækja; Framleiðsla á tækjum og vörum til lækninga og tannlækninga; Póst- og boðberaþjónusta; Útgáfustarfsemi; Útvarps- og sjónvarpsútsending; dagskrárgerð; Fjarskipti; Þjónustustarfsemi á sviði upplýsingatækni; Starfsemi á sviði upplýsingaþjónustu; Vísindarannsóknir og þróunarstarf.

Lýsigögn

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.