Fyrirtæki teljast hætt starfsemi hafi þau hvorki starfsmenn né rekstrartekjur í tvö almanaksár. Árið 2015 var síðasta rekstrarár hjá 2895 fyrirtækjum, en með fyrirtæki er einnig átt við einstaklinga með rekstur á eigin kennitölu. Á síðasta rekstrarári, árið 2015 voru þessi fyrirtæki með 36,5 milljarða í rekstrartekjur og tæplega þrjú þúsund starfsmenn. Flest þessara fyrirtækja voru lítil, þannig voru ríflega 92% þeirra með 0-1 starfsmann og námu samanlagðar rekstrartekjur þeirra tæplega 15 milljörðum. Fyrirtæki sem höfðu 2 eða fleiri starfsmenn á síðasta rekstrarári voru tæp 8% af fjölda en samanlegðar tekjur þeirra voru 21,5 milljarður árið 2015.
Fyrirtæki sem hættu starfsemi árið 2015 skipt eftir starfsmannafjölda | |||
Starfsmannafjöldi | Fjöldi fyrirtækja | Fjöldi starfsmanna, ársmeðaltöl | Rekstrartekjur, í ma. kr. |
0 | 775 | 0 | 7,911634 |
1 | 1891 | 1891 | 7,009717 |
2-4 | 177 | 451 | 6,737066 |
5-9 | 33 | 203 | 1,717438 |
10+ | 19 | 419 | 13,045719 |
Alls | 2895 | 2964 | 36,421574 |
Yfir fimm ára tímabil fyrir árin 2011-2015 þá hættu fæst fyrirtæki starfsemi árið 2013 en flest árið 2015.
Þegar skoðað er hlutfall fyrirtækja sem hætta starfsemi af heildarfjölda virkra fyrirtækja í viðkomandi atvinnugrein þá er hlutfallið hæst í tækni- og hugverkaiðnaði, frá 10-13% árin 2011-2015. Hlutfall fyrirtækja sem hættu í byggingarstarfsemi var á milli 10 til 12% en lægst var hlutfallið í sjávarútvegi og í framleiðslugreinum, á bilinu 6-9%.
Dánartíðni, fjöldi fyrirtækja sem hættu starfsemi, fjöldi starfsmanna og rekstrartekjur eftir atvinnugreinum 2011 – 2015 | |||||
Atvinnugrein/ atvinnugreinahópur | Ár | Dánartíðni fyrirtækja | Fjöldi fyrirtækja | Fjöldi starfsmanna, ársmeðaltöl | Rekstrartekjur, ma. kr. |
Viðskiptahagkerfið að undanskilinni fjármála- og vátryggingastarfsemi | 2011 | 10% | 2730 | 3000 | 47,33 |
2012 | 10% | 2660 | 2903 | 28,1 | |
2013 | 9% | 2581 | 2614 | 20,51 | |
2014 | 10% | 2802 | 2795 | 22,18 | |
2015 | 10% | 2895 | 2964 | 36,42 | |
Sjávarútvegur | 2011 | 8% | 121 | 144 | 0,9 |
2012 | 7% | 109 | 200 | 1,82 | |
2013 | 8% | 120 | 155 | 1,7 | |
2014 | 8% | 113 | 104 | 0,57 | |
2015 | 8% | 122 | 140 | 1,5 | |
Framleiðsla án fiskvinnslu | 2011 | 8% | 151 | 196 | 1,66 |
2012 | 9% | 165 | 219 | 1,24 | |
2013 | 7% | 133 | 179 | 1,43 | |
2014 | 8% | 145 | 189 | 1,62 | |
2015 | 6% | 106 | 143 | 1,54 | |
Byggingarstarfsemi, mannvirkjagerð, námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu | 2011 | 12% | 528 | 709 | 4,32 |
2012 | 10% | 445 | 490 | 3,8 | |
2013 | 10% | 440 | 465 | 2,44 | |
2014 | 10% | 473 | 529 | 4,52 | |
2015 | 10% | 484 | 436 | 3,14 | |
Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum | 2011 | 8% | 332 | 402 | 31,93 |
2012 | 9% | 355 | 420 | 5,04 | |
2013 | 9% | 357 | 336 | 3,67 | |
2014 | 9% | 381 | 445 | 4 | |
2015 | 9% | 364 | 458 | 10,68 | |
Einkennandi greinar ferðaþjónustu1 | 2011 | 9% | 198 | 341 | 1,83 |
2012 | 8% | 193 | 402 | 9,86 | |
2013 | 8% | 196 | 357 | 2,07 | |
2014 | 8% | 219 | 287 | 2,37 | |
2015 | 8% | 241 | 311 | 2,02 | |
Tækni- og hugverkaiðnaður2 | 2011 | 12% | 223 | 212 | 0,79 |
2012 | 12% | 221 | 207 | 1,16 | |
2013 | 10% | 189 | 193 | 0,8 | |
2014 | 13% | 261 | 270 | 1,64 | |
2015 | 12% | 245 | 257 | 2,6 |
1Farþegaflutningar; Veitinga- og gistiþjónusta; Leiga á vélknúnum ökutækjum; Leiga á tómstunda- og íþróttavörum; Ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur og önnur bókunarþjónusta.
2Framleiðsla á efnum og efnavörum; Vopna- og skotfæraframleiðsla; Framleiðsla á tölvu-, rafeinda- og optískum vörum; Framleiðsla á rafbúnaði og heimilistækjum; Framleiðsla á öðrum ótöldum vélum og tækjum; Framleiðsla á vélknúnum ökutækjum og tengivögnum; Framleiðsla annarra farartækja; Framleiðsla á tækjum og vörum til lækninga og tannlækninga; Póst- og boðberaþjónusta; Útgáfustarfsemi; Útvarps- og sjónvarpsútsending; dagskrárgerð; Fjarskipti; Þjónustustarfsemi á sviði upplýsingatækni; Starfsemi á sviði upplýsingaþjónustu; Vísindarannsóknir og þróunarstarf.
Tölfræði um lýðfræði fyrirtækja byggir á samræmdri aðferðafræði Eurostat og OECD og er því samanburðarhæf við fyrirtækjatölfræði í öðrum löndum Evrópu. Tölfræðin byggir á rekstrarframtölum fyrirtækja og einstaklinga. Hún nær til einkageirans utan landbúnaðar, fjármála- og vátryggingastarfsemi. Undanskilin er opinber stjórnsýsla, heilbrigðis- og félagsþjónusta, fræðslustarfsemi, menningar-, íþrótta- og tómstundastarfsemi ásamt starfsemi félagasamtaka.
Fyrirtæki teljast hætt starfsemi hafi þau hvorki starfsmenn né rekstrartekjur í tvö almanaksár. Þegar rekstur fyrirtækis færist á milli kennitalna telst það ekki vera nýtt fyrirtæki nema tvö af þremur eftirfarandi skilyrðum séu uppfyllt; reksturinn sé í annarri atvinnugrein skv. ÍSAT2008, reksturinn fari fram á annarri starfsstöð eða skipt hafi verið um starfsfólk að megninu til. Einnig eru gerðar leiðréttingar tengt samruna fyrirtækja og skiptingu.
Upphæðir eru á verðlagi hvers árs