Fyrirtæki teljast hætt starfsemi hafi þau hvorki starfsmenn né rekstrartekjur í tvö almanaksár. Árið 2016 var síðasta rekstrarár 3.022 fyrirtækja sem voru samanlagt með 19 milljarða í rekstrartekjur og 2.700 starfsmenn, en með fyrirtæki er einnig átt við einstaklinga með rekstur á eigin kennitölu.

Þegar skoðað er hlutfall fyrirtækja sem hætta starfsemi af heildarfjölda virkra fyrirtækja í viðkomandi atvinnugrein er hlutfallið hæst í tækni- og hugverkaiðnaði, eða 11%, árið 2016. Hlutfall fyrirtækja sem hættu starfsemi í byggingarstarfsemi, einkennandi greinum ferðaþjónustu og heild- og smásöluverslun var 9% en lægst var hlutfallið í sjávarútvegi og í framleiðslugreinum eða 8%.

Fjöldi fyrirtækja sem hætti starfsemi, fjöldi starfsmanna og rekstrartekjur eftir atvinnugreinum árin 2011 – 2016
Atvinnugrein/ atvinnugreinahópur Ár Hlutfall af virkum
fyrirtækjum
Fjöldi fyrirtækja Fjöldi
starfsmanna,
ársmeðaltöl
Rekstrartekjur, ma. kr.
Viðskiptahagkerfið að undanskilinni
fjármála- og vátryggingastarfsemi
2011 10% 2713 2851 18,31
2012 10% 2652 2768 25,62
2013 9% 2566 2468 18,36
2014 10% 2799 2698 21,9
2015 10% 2859 2865 31,99
2016 10% 3022 2735 19,05
Sjávarútvegur 2011 8% 119 133 0,81
2012 7% 108 195 1,8
2013 8% 116 129 1,5
2014 8% 115 106 0,58
2015 8% 120 139 1,49
2016 8% 112 92 0,7
Framleiðsla án fiskvinnslu 2011 8% 150 174 1,5
2012 9% 165 219 1,24
2013 7% 132 176 1,42
2014 8% 144 188 1,6
2015 6% 105 143 1,53
2016 8% 151 120 0,64
Byggingarstarfsemi, mannvirkjagerð,
námugröftur og vinnsla
hráefna úr jörðu
2011 12% 524 680 4,1
2012 10% 446 492 3,8
2013 10% 439 454 2,33
2014 10% 472 518 4,5
2015 10% 479 431 3,05
2016 9% 474 464 3,24
Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum 2011 8% 328 334 3,54
2012 9% 350 313 4,19
2013 9% 356 337 3,64
2014 9% 379 361 3,75
2015 9% 359 456 10,67
2016 9% 376 380 4,33
Einkennandi greinar ferðaþjónustu1 2011 8% 200 327 1,73
2012 8% 196 401 8,56
2013 7% 196 283 1,56
2014 8% 235 301 2,45
2015 8% 261 335 2,09
2016 9% 348 409 2,45
Tækni- og hugverkaiðnaður2 2011 12% 222 216 0,74
2012 12% 220 202 1,15
2013 10% 187 188 0,76
2014 13% 260 275 1,64
2015 12% 239 252 2,55
2016 11% 235 199 0,71

Þegar skoðað er hlutfall fyrirtækja sem hætta starfsemi með tilliti til starfsaldurs fyrirtækja er hlutfallið nokkuð stöðugt á milli ára. Hæst er hlutfallið hjá ungum fyrirtækjum (0 til 5 ára) eða á bilinu 65-71% árin 2011-2016 en var 68% árin 2014-2016.

Flest þessara fyrirtækja voru lítil. Þannig voru ríflega 95% þeirra með 0-1 starfsmann og námu samanlagðar rekstrartekjur þeirra rúmlega 12,4 milljörðum. Fyrirtæki sem höfðu tvo eða fleiri starfsmenn á síðasta rekstrarári sínu voru tæp 5% en samanlagðar tekjur þeirra voru rúmir 6,6 milljarðar árið 2016.

Um gögnin
Tölfræði um lýðfræði fyrirtækja byggir á samræmdri aðferðafræði Eurostat og OECD og er því samanburðarhæf við fyrirtækjatölfræði í öðrum löndum Evrópu. Tölfræðin byggir á rekstrarframtölum fyrirtækja og einstaklinga. Hún nær til einkageirans utan landbúnaðar, fjármála- og vátryggingastarfsemi. Undanskilin er opinber stjórnsýsla, heilbrigðis- og félagsþjónusta, fræðslustarfsemi, menningar-, íþrótta- og tómstundastarfsemi auk starfsemi félagasamtaka.

Fyrirtæki teljast hætt starfsemi hafi þau hvorki starfsmenn né rekstrartekjur í tvö almanaksár. Þegar rekstur fyrirtækis færist á milli kennitalna telst það ekki vera nýtt fyrirtæki nema tvö af þremur eftirfarandi skilyrðum séu uppfyllt: reksturinn sé í annarri atvinnugrein skv. ÍSAT2008, reksturinn fari fram á annarri starfsstöð eða skipt hafi verið um starfsfólk að megninu til. Einnig eru gerðar leiðréttingar tengdar samruna fyrirtækja og skiptingu.

Upphæðir eru á verðlagi hvers árs.

1 Farþegaflutningar; Veitinga- og gistiþjónusta; Leiga á vélknúnum ökutækjum; Leiga á tómstunda- og íþróttavörum; Ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur og önnur bókunarþjónusta. 2 Framleiðsla á efnum og efnavörum; Vopna- og skotfæraframleiðsla; Framleiðsla á tölvu-, rafeinda- og optískum vörum; Framleiðsla á rafbúnaði og heimilistækjum; Framleiðsla á öðrum ótöldum vélum og tækjum; Framleiðsla á vélknúnum ökutækjum og tengivögnum; Framleiðsla annarra farartækja; Framleiðsla á tækjum og vörum til lækninga og tannlækninga; Póst- og boðberaþjónusta; Útgáfustarfsemi; Útvarps- og sjónvarpsútsending; dagskrárgerð; Fjarskipti; Þjónustustarfsemi á sviði upplýsingatækni; Starfsemi á sviði upplýsingaþjónustu; Vísindarannsóknir og þróunarstarf.

Tilraunatölfræði um gjaldþrot virkra fyrirtækja

Lýsigögn

Talnaefni