FRÉTT FYRIRTÆKI 02. JÚLÍ 2020

Samtals hófu 3.547 fyrirtæki starfsemi árið 2018 og var heildarfjöldi virkra fyrirtækja í viðskiptahagkerfinu 31.430. Flest fyrirtæki sem hófu starfsemi voru í byggingarstarfsemi og tengdum greinum eða 622. Í einkennandi greinum ferðaþjónustu hófu 466 fyrirtæki starfsemi árið 2018 samanborið við 652 árið 2017 og 762 fyrirtæki árið 2016.

Fæðingartíðni fyrirtækja sem hlutfall af heildarfjölda virkra fyrirtækja í viðskiptahagkerfinu var 11% árið 2018. Fæðingartíðni fyrirtækja er breytileg eftir atvinnugreinum. Árið 2018 var fæðingartíðni fyrirtækja lægst 6% í sjávarútvegi og framleiðslu en hæst 12% í tækni- og hugverkaiðnaði.

Tafla 1: Fæðingartíðni fyrirtækja eftir atvinnugreinum 2013 – 2018
Atvinnugrein/atvinnugreinahópurÁr Fjöldi virkra
fyrirtækja
Fjöldi fyrirtækja
sem hófu
starfsemi
Fæðingartíðni
fyrirtækja
Viðskiptahagkerfið að undanskilinni fjármála- og vátryggingastarfsemi 2013 273943041 11%
2014 284503574 13%
2015 289223460 12%
2016 304054187 14%
2017 310983840 12%
2018 314303547 11%
Sjávarútvegur 2013 1517 101 7%
2014 1487 100 7%
2015 1444 93 6%
2016 1445 125 9%
2017 1369 64 5%
2018 1321 74 6%
Framleiðsla án fiskvinnslu 2013 1827 137 7%
2014 1818 130 7%
2015 1796 141 8%
2016 1875 186 10%
2017 1875 157 8%
2018 1829 109 6%
Byggingarstarfsemi, mannvirkjagerð, námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu 2013 4601 514 11%
2014 4735 578 12%
2015 4845 611 13%
2016 5097 686 13%
2017 5334 677 13%
2018 5412 622 11%
Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum 2013 3983395 10%
2014 4049 433 11%
2015 4026 410 10%
2016 4093446 11%
2017 4107 428 10%
2018 4106 412 10%
Einkennandi greinar ferðaþjónustu1 2013 2640 337 13%
2014 2946 470 16%
2015 3295 544 17%
2016 3865 762 20%
2017 4194 652 16%
2018 4261 466 11%
Tækni- og hugverkaiðnaður2 2013 1883 243 13%
2014 2011 316 16%
2015 1985 268 14%
2016 2054 293 14%
2017 2074 286 14%
2018 2066 239 12%

Með fyrirtækjum er bæði átt við lögaðila og einstaklinga sem hefja rekstur á eigin kennitölu. Fjöldi starfsmanna hjá fyrirtækjum sem hófu starfsemi árið 2018 var rúmlega 3.500 og námu rekstrartekjur þessara fyrirtækja 34,7 milljörðum.

Af þeim 3.041 fyrirtækjum sem hófu starfsemi árið 2013 voru 1.282 eða 42% enn virk árið 2018. Hæst hlutfall fyrirtækja sem voru virk fimm árum eftir að þau hófu starfsemi var í einkennandi greinum ferðaþjónustu en þar hófu 337 fyrirtæki starfsemi árið 2013 og fimm árum síðar voru 188, eða 56%, ennþá í starfsemi. Aftur á móti var lægsta hlutfall fyrirtækja, sem voru virk fimm árum eftir að þau hófu starfsemi, í upplýsinga- og dagskrármiðlun eða 32%.

Tafla 2: Fjöldi fyrirtækja sem hófu starfsemi árið 2013 og voru enn virk árin 2014, 2016 og 2018 eftir atvinnugreinum
Atvinnugrein/ atvinnugreinahópurFyrirtæki sem hófu
starfsemi árið 2013
Fyrirtæki sem hófu
starfsemi 2013 og
voru virk 2014
Fyrirtæki sem hófu
starfsemi 2013
og voru virk 2016
Fyrirtæki sem hófu
starfsemi 2013 og
voru virk 2018
Hlutfall fyrirtækja
sem voru virk fimm
árum eftir að þau
hófu starfsemi
Sjávarútvegur10182605352%
Framleiðsla án fiskvinnslu137116845641%
Byggingarstarfsemi, mannvirkjagerð, námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu51440325019638%
Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum39533522417244%
Farþegaflutningar6255393150%
Veitinga- og gistiþjónusta1551371089259%
Upplýsinga- og dagskrármiðlun202149906432%
Fasteignaviðskipti27022417114052%
Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi58746230022639%
Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta23619813310544%
Einkennandi greinar ferðaþjónustu133729722918856%
Tækni- og hugverkaiðnaður22431951169338%

Rekstrartekjur fyrirtækja í viðskiptahagkerfinu, sem hófu starfsemi árið 2013 og voru enn virk árið 2018, jukust í heild um tæplega 340% á tímabilinu. Rekstrartekjur þeirra námu tæplega 21 milljarði króna árið 2013 en þær hækkuðu um 69 milljarða og voru tæplega 90 milljarðar króna árið 2018. Fjöldi starfsmanna hjá þessum sömu fyrirtækjum jókst um 120% og fór úr 1.659 starfsmönnum árið 2013 yfir 3.600 starfsmenn árið 2018.

Um gögnin
Tölfræði um lýðfræði fyrirtækja byggir á samræmdri aðferðafræði Eurostat og OECD og er því samanburðarhæf við fyrirtækjatölfræði í öðrum löndum Evrópu. Tölfræðin byggir á rekstrarframtölum fyrirtækja og einstaklinga. Hún nær til einkageirans utan landbúnaðar og fjármála- og vátryggingastarfsemi. Undanskilin er opinber stjórnsýsla, heilbrigðis- og félagsþjónusta, fræðslustarfsemi, menningar-, íþrótta- og tómstundastarfsemi ásamt starfsemi félagasamtaka.

Tölur eru nú birtar fyrir tímabilið 2003-2018 og eru brotnar niður eftir atvinnugreinum samkvæmt íslenskri atvinnugreinaflokkun, ÍSAT2008.

Fyrirtæki teljast hefja starfsemi árið sem þau byrja að hafa rekstrartekjur eða launakostnað. Þegar rekstur fyrirtækis færist á milli kennitalna telst það ekki vera nýtt fyrirtæki nema tvö af þremur eftirfarandi skilyrðum séu uppfyllt; reksturinn sé í annarri atvinnugrein skv. ÍSAT2008, reksturinn fari fram á annarri starfsstöð eða skipt hafi verið að megninu til um starfsfólk. Einnig eru gerðar leiðréttingar tengdar samruna fyrirtækja og skiptingu. Fyrirtæki sem hófu starfsemi árið t og voru virk í t+5 eru fyrirtæki sem stofnuð voru á ári t teljast enn í rekstri á ári t+5 ef þau voru virk með tilliti til rekstrartekna og/eða launaðrar atvinnu á hvaða hluta áranna t+1, t+2, t+3, t+4 og t+5 sem er (þ.e. voru enn með starfsemi án breytinga). Við úrvinnslu gagna eru gerðar leiðréttingar.

Upphæðir eru á verðlagi hvers árs.

1) Farþegaflutningar; Veitinga- og gistiþjónusta; Leiga á vélknúnum ökutækjum; Leiga á tómstunda- og íþróttavörum; Ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur og önnur bókunarþjónusta.
2) Framleiðsla á efnum og efnavörum; Vopna- og skotfæraframleiðsla; Framleiðsla á tölvu-, rafeinda- og optískum vörum; Framleiðsla á rafbúnaði og heimilistækjum; Framleiðsla á öðrum ótöldum vélum og tækjum; Framleiðsla á vélknúnum ökutækjum og tengivögnum; Framleiðsla annarra farartækja; Framleiðsla á tækjum og vörum til lækninga og tannlækninga; Póst- og boðberaþjónusta; Útgáfustarfsemi; Útvarps- og sjónvarpsútsending; Dagskrárgerð; Fjarskipti; Þjónustustarfsemi á sviði upplýsingatækni; Starfsemi á sviði upplýsingaþjónustu; Vísindarannsóknir og þróunarstarf.

Lýsigögn

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fyrirtaekjatolfraedi@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.