FRÉTT FYRIRTÆKI 27. JANÚAR 2005

Nýskráð hluta- og einkahlutafélög voru 2.517 á árinu 2004 og hefur nýskráningum því fjölgað um rúm 5% frá árinu 2003 þegar 2.389 ný félög voru skráð.  Árið 2003 fækkaði nýskráningum hins vegar um tæpan fjórðung frá árinu 2002 þegar 3.120 ný félög voru skráð. Hlutfallsleg skipting nýskráninga eftir atvinnugreinum er nokkuð jöfn á milli ára. Fjölgun nýskráninga er hlutfallslega mest á höfuðborgarsvæðinu þar sem nýskráningum fjölgaði um 11% frá fyrra ári.

Nýskráningar hlutafélaga og einkahlutafélaga 2000-2004 - útgáfur 

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.