Nýskráningum einkahlutafélaga á árinu 2015 fjölgaði um 16% frá árinu 2014. Alls voru 2.368 ný félög skráð á árinu, borið saman við 2.050 árið áður. Hlutfallsleg fjölgun nýskráninga var mest í fasteignaviðskiptum, þar sem þeim fjölgaði milli ára úr 222 í 352, eða um 59% frá fyrra ári. Meðal annarra greina þar sem nýskráningum fjölgaði má nefna byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð þar sem nýskráningum fjölgaði úr 223 í 292 (31%) og rekstur gististaða og veitingarekstur þar sem fjölgunin var úr 131 í 169 nýskráningar (29%). Mest hlutfallsleg fækkun nýskráninga árið 2015 var í upplýsingum og fjarskiptum, eða um 8% borið saman við fyrra ár (úr 185 nýskráningum í 171).
Ef skoðuð er skipting á nýskráningum einkahlutafélaga og hlutafélaga milli landshluta árið 2015 sést að þeim fjölgaði hlutfallslega mest á Vesturlandi, þar sem 81 félag var nýskráð árið 2015, borið saman við 57 nýskráningar árið 2014 (42%). Mestur hlutfallslegur samdráttur á nýskráningum milli ára var á Vestfjörðum, þar sem 34 félög voru nýskráð árið 2015, borið saman við 46 árið áður (26%).
Gjaldþrotum einkahlutafélaga á árinu 2015 fækkaði um 27% frá fyrra ári. Alls voru 587 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á árinu, samanborið við 799 árið áður. Hlutfallslega fækkaði gjaldþrotum á árinu 2015 mest í fjármála- og vátryggingastarfsemi, þar sem þau voru 32 árið 2015 borið saman við 56 árið 2014 (43%). Gjaldþrotum fækkaði í öllum helstu atvinnugreinabálkum milli áranna 2014 og 2015. Hlutfallslega fækkaði þeim hægast í fasteignaviðskiptum, eða um 8% milli ára (úr 80 gjaldþrotum í 74).
Ef skoðuð er skipting á gjaldþrotum eftir landsvæði sést að gjaldþrotum fækkaði hlutfallslega mest á Norðurlandi eystra, þar sem 12 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta árið 2015, borið saman við 43 árið áður (72%). Mest hlutfallsleg fjölgun gjaldþrota milli ára var á Suðurlandi, þar sem 63 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta árið 2015, borið saman við 49 árið áður (29%).
Nýskráningar og gjaldþrot | ||||||
Desember | Janúar - Desember | |||||
2015 | 2014 | % | 2015 | 2014 | % | |
Nýskráningar ehf. | ||||||
Alls | 222 | 182 | 22 | 2.368 | 2.050 | 16 |
A Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar | 9 | 8 | 13 | 87 | 92 | -5 |
C Framleiðsla | 4 | 5 | -20 | 91 | 74 | 23 |
F Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð | 32 | 18 | 78 | 292 | 223 | 31 |
G Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum | 13 | 23 | -43 | 272 | 287 | -5 |
H Flutningar og geymsla | 4 | 3 | 33 | 46 | 47 | -2 |
I Rekstur gististaða og veitingarekstur | 18 | 14 | 29 | 169 | 131 | 29 |
J Upplýsingar og fjarskipti | 13 | 10 | 30 | 171 | 185 | -8 |
K Fjármála- og vátryggingastarfsemi | 45 | 38 | 18 | 357 | 311 | 15 |
L Fasteignaviðskipti | 27 | 24 | 13 | 352 | 222 | 59 |
M Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi | 23 | 23 | 0 | 223 | 191 | 17 |
N Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta | 19 | 6 | 217 | 176 | 153 | 15 |
Aðrar atvinnugreinar | 15 | 10 | 50 | 132 | 134 | -1 |
Gjaldþrot | ||||||
Alls | 18 | 48 | -63 | 587 | 799 | -27 |
A Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar | 0 | 2 | - | 21 | 25 | -16 |
C Framleiðsla | 1 | 1 | 0 | 39 | 52 | -25 |
F Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð | 2 | 5 | -60 | 121 | 150 | -19 |
G Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum | 6 | 3 | 100 | 106 | 144 | -26 |
H Flutningar og geymsla | 0 | 2 | -100 | 18 | 30 | -40 |
I Rekstur gististaða og veitingarekstur | 1 | 7 | -86 | 41 | 69 | -41 |
J Upplýsingar og fjarskipti | 0 | 4 | -100 | 28 | 36 | -22 |
K Fjármála- og vátryggingastarfsemi | 2 | 3 | -33 | 32 | 56 | -43 |
L Fasteignaviðskipti | 2 | 11 | -82 | 74 | 80 | -8 |
M Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi | 3 | 3 | 0 | 46 | 69 | -33 |
N Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta | 0 | 3 | -100 | 30 | 34 | -12 |
Aðrar atvinnugreinar | 1 | 4 | -75 | 31 | 54 | -43 |