FRÉTT FYRIRTÆKI 30. MARS 2016

Nýskráningum einkahlutafélaga síðustu 12 mánuði, frá mars 2015 til febrúar 2016, hefur fjölgað um 15% í samanburði við 12 mánuði þar á undan. Alls voru 2.430 ný einkahlutafélög skráð á tímabilinu, borið saman við 2.105 á fyrri 12 mánuðum. Hlutfallsleg fjölgun nýskráninga var mest í fasteignaviðskiptum þar sem þeim fjölgar úr 222 í 383, eða um 73% á síðustu 12 mánuðum. Meðal annarra greina þar sem nýskráningum hefur fjölgað má nefna byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð þar sem nýskráningum fjölgaði úr 236 í 299 (27%) og leigustarfsemi og ýmsa sérhæfða þjónustu þar sem fjölgunin var úr 153 í 185 nýskráningar (21%). Mest hlutfallsleg fækkun nýskráninga síðustu 12 mánuði var í upplýsingum og fjarskiptum, eða um 8% frá fyrra tímabili (úr 190 nýskráningum í 174).

Gjaldþrotum einkahlutafélaga síðustu 12 mánuði, frá mars 2015 til febrúar 2016, hefur fækkað um 20% í samanburði við 12 mánuði þar á undan. Alls voru 629 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á tímabilinu, borið saman við 784 á fyrra tímabili. Hlutfallslega fækkaði gjaldþrotum mest í rekstri gististaða og veitingarekstri, úr 67 í 43 (36%). Einnig má nefna fækkun gjaldþrota í sérfræðilegri, vísindalegri og tæknilegri starfsemi úr 75 í 50 (33%), auk þess að í flutningum og geymslu fækkaði gjaldþrotum úr 24 í 17 (29%). Gjaldþrotum fækkaði frá fyrri 12 mánuðum í öllum helstu atvinnugreinabálkum nema í  upplýsingum og fjarskiptum, þar sem þau stóðu í stað (34 gjaldþrot á hvoru tímabili).

Nýskráningar og gjaldþrot
  Febrúar   Mars - Febrúar  
  2016 2015 % 2015-2016 2014-2015 %
Nýskráningar ehf.            
Alls 241 198 22 2.430 2.105 15
A Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar   9 11 -18 92 92 0
C Framleiðsla  16 12 33 88 91 -3
F Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð   24 23 4 299 236 27
G Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum   27 24 13 274 284 -4
H Flutningar og geymsla   5 4 25 45 46 -2
I Rekstur gististaða og veitingarekstur   13 15 -13 160 133 20
J Upplýsingar og fjarskipti  18 15 20 174 190 -8
K Fjármála- og vátryggingastarfsemi   28 21 33 359 322 11
L Fasteignaviðskipti   39 24 63 383 222 73
M Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi   25 26 -4 223 206 8
N Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta   21 15 40 185 153 21
Aðrar atvinnugreinar 16 8 100 148 130 14
             
Gjaldþrot            
Alls 131 65 102 629 784 -20
A Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar   1 2 -50 20 23 -13
C Framleiðsla  9 2 350 40 53 -25
F Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð   27 15 80 132 146 -10
G Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum   32 16 100 116 145 -20
H Flutningar og geymsla   2 1 100 17 24 -29
I Rekstur gististaða og veitingarekstur   9 5 80 43 67 -36
J Upplýsingar og fjarskipti  4 0 - 34 34 0
K Fjármála- og vátryggingastarfsemi   12 2 500 43 52 -17
L Fasteignaviðskipti   11 10 10 67 87 -23
M Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi   12 7 71 50 75 -33
N Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta   5 4 25 30 37 -19
Aðrar atvinnugreinar 7 1 600 37 41 -10

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.