FRÉTT FYRIRTÆKI 28. MARS 2017

Nýskráningar einkahlutafélaga í febrúar 2017 voru 257. Síðustu 12 mánuði, frá mars 2016 til febrúar 2017, hefur nýskráningum einkahlutafélaga fjölgað um 12% í samanburði við 12 mánuði þar á undan. Alls voru 2.714 ný einkahlutafélög skráð á tímabilinu, borið saman við 2.430 á fyrri 12 mánuðum. Hlutfallsleg fjölgun nýskráninga var mest í leigustarfsemi og ýmissi sérhæfðri þjónustu, þar sem þeim fjölgaði úr 185 í 281 á síðustu 12 mánuðum (52%), og í flutningum og geymslu, þar sem fjölgunin var úr 45 í 66 nýskráningar (47%). Í landbúnaði, skógrækt og fiskveiðum fækkaði nýskráningum á tímabilinu úr 92 í 81 (12%).

Í febrúar 2017 voru 67 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta. Gjaldþrotabeiðnum fyrirtækja síðustu 12 mánuði, frá mars 2016 til febrúar 2017, hefur fjölgað um 55% í samanburði við 12 mánuði þar á undan. Alls voru 974 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á tímabilinu, borið saman við 630 á fyrra tímabili. Á síðasta 12 mánaða tímabili hefur gjaldþrotum fjölgað hlutfallslega mest í leigustarfsemi og ýmissi sérhæfðri þjónustu, þar sem þeim fjölgaði úr 30 í 59 frá fyrra tímabili (97%). Gjaldþrotum fjölgaði í öllum helstu atvinnugreinabálkum frá fyrra tímabili, en þeim fjölgaði hvað hægast í framleiðslu, úr 40 í 51 (28%).

Frá og með næstu birtingu mun Hagstofa Íslands birta fréttatilkynningar um fjölda nýskráninga og gjaldþrota ársfjórðungslega, í stað mánaðarlega áður. Veftöflur um nýskráningar og gjaldþrot eftir bálkum atvinnugreina verða uppfærðar mánaðarlega, eins og áður. 

Nýskráningar og gjaldþrot
  Febrúar   Mars–febrúar  
  2016 2017 % 2015-2016 2016-2017 %
Nýskráningar ehf.            
Alls 241 257 7 2.430 2.714 12
A Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar   9 6 -33 92 81 -12
C Framleiðsla  16 10 -38 88 104 18
F Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð   24 60 150 299 395 32
G Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum   27 20 -26 274 267 -3
H Flutningar og geymsla   5 3 -40 45 66 47
I Rekstur gististaða og veitingarekstur   13 17 31 160 167 4
J Upplýsingar og fjarskipti  18 20 11 174 197 13
K Fjármála- og vátryggingastarfsemi   28 18 -36 359 361 1
L Fasteignaviðskipti   39 48 23 383 431 13
M Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi   25 19 -24 223 229 3
N Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta   21 24 14 185 281 52
Aðrar atvinnugreinar 16 12 -25 148 135 -9
             
Gjaldþrot            
Alls 131 67 -49 630 974 55
A Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar   1 1 0 20 30 50
C Framleiðsla  9 5 -44 40 51 28
F Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð   27 14 -48 132 179 36
G Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum   32 14 -56 116 184 59
H Flutningar og geymsla   2 4 100 17 24 41
I Rekstur gististaða og veitingarekstur   9 6 -33 43 57 33
J Upplýsingar og fjarskipti  4 4 0 34 59 74
K Fjármála- og vátryggingastarfsemi   12 3 -75 44 82 86
L Fasteignaviðskipti   11 6 -45 67 100 49
M Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi   12 2 -83 50 85 70
N Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta   5 3 -40 30 59 97
Aðrar atvinnugreinar 7 5 -29 37 64 73

Talnaefni:
  Fyrirtæki
  Gjaldþrot

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fyrirtaekjatolfraedi@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.