Nýskráningar einkahlutafélaga í janúar 2017 voru 242. Síðustu 12 mánuði, frá febrúar 2016 til janúar 2017, hefur nýskráningum einkahlutafélaga fjölgað um 13% í samanburði við 12 mánuði þar á undan. Alls voru 2.698 ný einkahlutafélög skráð á tímabilinu, borið saman við 2.387 á fyrri 12 mánuðum. Hlutfallsleg fjölgun nýskráninga var mest í leigustarfsemi og ýmissi sérhæfðri þjónustu, þar sem þeim fjölgaði úr 179 í 278 á síðustu 12 mánuðum (55%), og í flutningum og geymslu, þar sem fjölgunin var úr 44 í 68 nýskráningar (55%). Í framleiðslu fækkaði nýskráningum á tímabilinu úr 94 í 84 (11%).
Í janúar 2017 voru 70 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta. Gjaldþrotabeiðnum fyrirtækja síðustu 12 mánuði, frá febrúar 2016 til janúar 2017, hefur fjölgað um 84% í samanburði við 12 mánuði þar á undan. Alls voru 1.037 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á tímabilinu, borið saman við 564 á fyrra tímabili. Rétt er að nefna að skráning einhverra þeirra gjaldþrota sem hefðu e.t.v. átt að skrást á fyrra tímabilinu dróst yfir á það síðara vegna verkfalls SFR hjá Tollstjóra á síðustu mánuðum ársins 2015. Á síðasta 12 mánaða tímabili hefur gjaldþrotum fjölgað hlutfallslega mest í fjármála- og vátryggingastarfsemi, þar sem þeim fjölgaði úr 34 í 91 frá fyrra tímabili (168%). Gjaldþrotum fjölgaði í öllum helstu atvinnugreinabálkum frá fyrra tímabili, en þeim fjölgaði hvað hægast í flutningum og geymslu, úr 16 í 22 (38%).
Nýskráningar og gjaldþrot | ||||||
Janúar | Febrúar–janúar | |||||
2016 | 2017 | % | 2015-2016 | 2016-2017 | % | |
Nýskráningar ehf. | ||||||
Alls | 210 | 242 | 15 | 2.387 | 2.698 | 13 |
A Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar | 10 | 2 | -80 | 94 | 84 | -11 |
C Framleiðsla | 5 | 11 | 120 | 84 | 110 | 31 |
F Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð | 27 | 40 | 48 | 298 | 359 | 20 |
G Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum | 20 | 20 | 0 | 271 | 274 | 1 |
H Flutningar og geymsla | 2 | 10 | 400 | 44 | 68 | 55 |
I Rekstur gististaða og veitingarekstur | 5 | 7 | 40 | 162 | 163 | 1 |
J Upplýsingar og fjarskipti | 15 | 15 | 0 | 171 | 195 | 14 |
K Fjármála- og vátryggingastarfsemi | 34 | 33 | -3 | 352 | 371 | 5 |
L Fasteignaviðskipti | 36 | 44 | 22 | 368 | 422 | 15 |
M Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi | 22 | 22 | 0 | 224 | 235 | 5 |
N Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta | 19 | 25 | 32 | 179 | 278 | 55 |
Aðrar atvinnugreinar | 15 | 13 | -13 | 140 | 139 | -1 |
Gjaldþrot | ||||||
Alls | 60 | 70 | 17 | 564 | 1.037 | 84 |
A Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar | 1 | 2 | 100 | 21 | 30 | 43 |
C Framleiðsla | 3 | 3 | 0 | 33 | 55 | 67 |
F Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð | 9 | 22 | 144 | 120 | 192 | 60 |
G Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum | 14 | 12 | -14 | 100 | 201 | 101 |
H Flutningar og geymsla | 2 | 2 | 0 | 16 | 22 | 38 |
I Rekstur gististaða og veitingarekstur | 4 | 5 | 25 | 39 | 60 | 54 |
J Upplýsingar og fjarskipti | 5 | 1 | -80 | 30 | 59 | 97 |
K Fjármála- og vátryggingastarfsemi | 6 | 3 | -50 | 34 | 91 | 168 |
L Fasteignaviðskipti | 5 | 7 | 40 | 66 | 105 | 59 |
M Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi | 6 | 3 | -50 | 45 | 95 | 111 |
N Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta | 3 | 6 | 100 | 29 | 61 | 110 |
Aðrar atvinnugreinar | 2 | 4 | 100 | 31 | 66 | 113 |
Talnaefni:
Fyrirtæki
Gjaldþrot
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.isDeila
Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.