Nýskráningar einkahlutafélaga í september 2016 voru 240. Síðustu 12 mánuði, frá október 2015 til september 2016, hefur nýskráningum einkahlutafélaga fjölgað um 19% í samanburði við 12 mánuði þar á undan. Alls voru 2.689 ný einkahlutafélög skráð á tímabilinu, borið saman við 2.255 á fyrri 12 mánuðum. Hlutfallsleg fjölgun nýskráninga var mest í flutningum og geymslu, þar sem þeim fjölgaði úr 39 í 65, eða um 67% á síðustu 12 mánuðum. Meðal annarra greina þar sem nýskráningum hefur fjölgað má nefna leigustarfsemi og ýmsa sérhæfða þjónustu þar sem fjölgunin var úr 169 í 249 nýskráningar (47%), fasteignaviðskipti þar sem nýskráningum fjölgaði úr 318 í 413 (30%) og byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð þar sem þeim fjölgaði úr 272 í 353 (30%). Nýskráningum fækkaði í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum um 4% frá fyrra tímabili (úr 283 í 272).
Í september 2016 voru 60 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta. Gjaldþrotum fyrirtækja síðustu 12 mánuði, frá október 2015 til september 2016, hefur fjölgað um 22% í samanburði við 12 mánuði þar á undan. Alls voru 880 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á tímabilinu, borið saman við 722 á fyrra tímabili. Á síðasta 12 mánaða tímabili hefur gjaldþrotum fjölgað hlutfallslega mest í fjármála- og vátryggingastarfsemi, þar sem þeim fjölgaði úr 45 í 71 frá fyrra tímabili (58%). Einnig var yfir 50% fjölgun gjaldþrota í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum, úr 123 í 190 (54%), og í upplýsingum og fjarskiptum, þar sem þeim fjölgaði úr 37 í 56 frá fyrra tímabili (51%). Hlutfallslega fækkaði gjaldþrotum mest í fasteignaviðskiptum, úr 91 í 77 (15%), og í rekstri gististaða og veitingarekstri, þar sem þeim fækkaði úr 60 í 52 frá fyrra tímabili (13%).
Nýskráningar og gjaldþrot | ||||||
September | Október–september | |||||
2016 | 2015 | % | 2015–2016 | 2014–2015 | % | |
Nýskráningar ehf. | ||||||
Alls | 240 | 200 | 20 | 2.689 | 2.255 | 19 |
A Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar | 2 | 2 | 0 | 95 | 86 | 10 |
C Framleiðsla | 9 | 11 | -18 | 102 | 93 | 10 |
F Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð | 34 | 27 | 26 | 353 | 272 | 30 |
G Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum | 30 | 28 | 7 | 272 | 283 | -4 |
H Flutningar og geymsla | 5 | 1 | 400 | 65 | 39 | 67 |
I Rekstur gististaða og veitingarekstur | 14 | 12 | 17 | 174 | 158 | 10 |
J Upplýsingar og fjarskipti | 18 | 14 | 29 | 191 | 172 | 11 |
K Fjármála- og vátryggingastarfsemi | 34 | 21 | 62 | 384 | 326 | 18 |
L Fasteignaviðskipti | 40 | 42 | -5 | 413 | 318 | 30 |
M Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi | 22 | 15 | 47 | 239 | 214 | 12 |
N Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta | 22 | 18 | 22 | 249 | 169 | 47 |
Aðrar atvinnugreinar | 10 | 9 | 11 | 152 | 125 | 22 |
Gjaldþrot | ||||||
Alls | 60 | 49 | 22 | 880 | 722 | 22 |
A Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar | 1 | 2 | -50 | 24 | 23 | 4 |
C Framleiðsla | 8 | 2 | 300 | 50 | 44 | 14 |
F Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð | 5 | 14 | -64 | 155 | 143 | 8 |
G Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum | 15 | 8 | 88 | 190 | 123 | 54 |
H Flutningar og geymsla | 1 | 1 | 0 | 23 | 24 | -4 |
I Rekstur gististaða og veitingarekstur | 1 | 9 | -89 | 52 | 60 | -13 |
J Upplýsingar og fjarskipti | 5 | 1 | 400 | 56 | 37 | 51 |
K Fjármála- og vátryggingastarfsemi | 7 | 2 | 250 | 71 | 45 | 58 |
L Fasteignaviðskipti | 5 | 5 | 0 | 77 | 91 | -15 |
M Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi | 8 | 1 | 700 | 84 | 60 | 40 |
N Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta | 1 | 2 | -50 | 44 | 35 | 26 |
Aðrar atvinnugreinar | 3 | 2 | 50 | 54 | 37 | 46 |
Talnaefni:
Nýskráningar
Gjaldþrot