FRÉTT FYRIRTÆKI 14. DESEMBER 2021

Heildartekjur í viðskiptahagkerfinu, án fjármálastarfsemi og lyfjaframleiðslu, voru tæplega 4.300 milljarðar króna árið 2020 samanborið við 4.600 milljarða árið 2019. Samdrátturinn nam því 6,5% mældur á verðlagi hvers árs. Eigið fé jókst um 2,5% frá 2019 og var í lok árs 2020 rúmlega 3.700 milljarðar.

Helstu breytingar á milli ára, þegar horft er til hlutfallslegrar hækkunar heildartekna, urðu í fiskeldi þar sem heildartekjur jukust um 35%, í mannvirkjagerð þar sem þær jukust um 10% og í smásöluverslun þar sem aukningin var rúm 9%. Þær atvinnugreinar þar sem tekjur minnkuðu hvað mest eiga það allar sameiginlegt að hafa orðið fyrir áhrifum frá kórónuveirufaraldrinum. Tekjur í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi drógust saman um 56% frá árinu 2019 en nánar er fjallað um ferðaþjónustuna í sérkafla hér fyrir neðan.

Hagnaður samkvæmt ársreikningum í viðskiptahagkerfinu var rúmir 102 milljarðar króna árið 2020 og minnkaði um rúm 60% frá árinu 2019 þegar hann var 265 milljarðar. Mikill viðsnúningur var í hagnaði félaga í einkennandi greinum ferðaþjónustu, úr 1,4 milljarða hagnaði árið 2019 í 89 milljarða króna tap árið 2020. Þá dróst hagnaður saman í sjávarútvegi um tæp 40%, úr 52 milljarða króna hagnaði árið 2019 í 31 milljarðs króna hagnað árið 2020, sem má að miklu leyti rekja til neikvæðra áhrifa gengisbreytinga. Hagnaður í smásöluverslun jókst á milli ára um tæp 16% og var hagnaðurinn árið 2020 um 23 milljarðar króna samanborið við 20 milljarða árið áður. Þá jókst hagnaður í hátækniþjónustu um 8 milljarða.

Breytingar á völdum liðum í stærri atvinnugreinum má sjá í töflu hér fyrir neðan.

Heildartekjur Launakostnaður Hagnaður skv. Ársreikningi Eigið fé
Atvinnugrein / Atvinnugreinahópur20192020Breyting20192020Breyting20192020Breyting20192020Breyting
Viðskiptahagkerfið, að undanskilinni lyfjaframleiðslu, sorphirðu, fjármála- og vátryggingastarfsemi4.590,64.295,1-6,44%-1.010,8-922,0-8,78%265,6102,5-61,40%3.653,43.743,82,47%
Heildverslun, að undanskildum vélknúnum ökutækjum756,1716,2-5,28%-69,9-67,7-3,25%24,220,5-15,26%163,1173,76,50%
Smásöluverslun, að undanskildum vélknúnum ökutækjum483,7529,29,42%-72,9-73,00,14%19,622,715,62%138,9147,56,20%
Tækni- og hugverkaiðnaður386,4411,26,41%-128,2-134,54,94%30,425,9-14,67%389,4397,22,02%
Sjávarútvegur363,2374,23,05%-94,6-97,02,52%52,231,6-39,47%387,2419,08,21%
Einkennandi greinar ferðaþjónustu á Íslandi627,3278,2-55,65%-197,5-121,9-38,30%1,4-89,0 163,083,8-48,58%
Bygging húsnæðis; þróun byggingarverkefna251,5259,73,26%-52,2-48,4-7,36%12,516,028,31%87,9102,216,21%
Framleiðsla málma228,6226,8-0,79%-22,0-22,20,80%-30,0-18,6-38,02%237,1231,8-2,22%
Fasteignaviðskipti197,0204,73,96%-11,5-11,1-3,43%57,156,2-1,57%694,8752,58,31%
Veitur170,7177,33,88%-22,6-24,48,10%45,530,4-33,12%746,3779,24,41%
Sala, viðgerðir og viðhald á vélknúnum ökutækjum og tengivögnum164,0167,11,87%-29,7-27,2-8,42%,41,5252,63%22,023,67,27%
Matvælaframleiðsla, án fiskvinnslu152,2152,60,31%-32,9-31,5-4,13%1,41,3-12,54%46,353,114,91%
Tölvutengd þjónusta143,7151,75,57%-54,0-58,58,22%5,48,149,78%59,970,417,41%
Sérhæfð byggingarstarfsemi149,0148,1-0,60%-51,8-51,4-0,77%10,210,85,90%45,851,712,86%

Verulegur samdráttur í tekjum ferðaþjónustufyrirtækja
Kórónuveirufaraldurinn hafði mikil áhrif á ferðaþjónustu á Íslandi og koma áhrifin fram í tölum ársins 2020. Verulegur samdráttur var í rekstrartekjum fyrirtækja og drógust tekjur vegna farþegaflutninga með flugi saman um 120 milljarða eða 59%, tekjur hótel og gististaða minnkuðu um 57 milljarða eða 62% og tekjur vegna leigu á vélknúnum ökutækjum minnkuðu um 16 milljarða eða 46%. Rekstrartekjur veitingastaða drógust saman um 21 milljarð króna, úr 82 milljörðum í 63 milljarða, eða um 25%.

Fjöldi launþega í einkennandi greinum ferðaþjónustu dróst saman um 8.600, eða 31%, og munaði mest um fækkun launþega á hótel og gistiheimilum þar sem fjöldi launþega dróst saman um 2.500 manns eða 41%.

Rekstrartap var á öllum helstu greinum ferðaþjónustu og var tap farþegaflutninga með flugi upp á 35 milljarða króna samanborið við sjö milljarða tap árið 2019. Tap var á hótel og gistiheimilum upp á 17 milljarða samanborið við 440 milljónir árið 2019 og var tap á veitingastöðum upp á þrjá milljarða samanborið við hagnað upp á 700 milljónir árið 2019. Tap var á leigu vélknúinna ökutækja upp á tæplega fjóra milljarða samanborið við hagnað upp á einn milljarð árið 2019.

Eigið fé einkennandi greina ferðaþjónustu á Íslandi dróst saman um 80 milljarða króna eða um 50%.

Tekjur sjávarútvegarins jukust lítillega á milli ára
Sjávarútvegur jók tekjur sínar lítillega á milli ára, um 11 milljarða króna eða 3%. Þó verður að líta til þess að rekstur í sjávarútvegi er mjög háður breytingum á gengi krónunnar en gengisvísitalan hækkaði um rúm 10% á milli ára. Til samanburðar hækkaði kostnaður við vöru- og hráefnisnotkun um tæp 6%. Aðrir kostnaðarliðir hækkuðu minna.

Hagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT) stóð í stað á milli ára og var 62 milljarðar líkt og árið 2019. Talsverð hækkun var á þeim liðum sem falla undir fjármagnsliði á milli ára, úr sjö milljörðum árið 2019 upp í 29 milljarða árið 2020. Sem fyrr segir má rekja þá breytingu að miklu leyti til neikvæðra áhrifa gengisbreytinga. Þetta hefur þau áhrif að hagnaður samkvæmt ársreikningi lækkaði um rúma 20 milljarða milli ára eða 40%.

Eigið fé í sjávarútvegi jókst um rúman 31 milljarð á milli ára en eiginfjárhlutfallið stendur nánast í stað þar sem skuldir jukust að sama skapi um rúma 40 milljarða á milli ára.

Heildartekjur byggingariðnaðarins jukust um tæpa tíu milljarða
Heildartekjur byggingariðnaðarins1 voru 432 milljarðar króna og jukust um tæplega tíu milljarða eða um rúm tvö prósent á milli áranna 2019 og 2020. Stöðugleiki virðist kominn í vöxt tekna í byggingariðnaði en síðustu þrjú ár hafa tekjur nánast staðið í stað að teknu tilliti til verðbólgu eftir hraðan vöxt árin á undan þar sem tekjur jukust um rúmlega 18% að meðaltali á milli ára frá 2012. Þá var einnig mikill vöxtur í fjölda launþega á sama tímabili, úr tæpum átta þúsund árið 2012 í rúmlega 14 þúsund árið 2018 sem er um 10% vöxtur á ári. Hefur fjöldi launþega haldist nokkuð stöðugur síðustu ár en lækkaði um rúmlega 800 á milli áranna 2019 og 2020.

Hagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT) hefur einnig verið nokkuð stöðugur. Síðustu fjögur ár hefur hann verið í kringum 42 milljarða króna á verðlagi hvers árs. Hagnaður samkvæmt ársreikningi hækkar um tæp 17% á milli ára, úr 24,5 milljörðum króna árið 2019 í tæplega 29 milljarða árið 2020. Þá hækkaði eigið fé í byggingariðnaði einnig á milli ára, eða um tæp 15%, og eiginfjárhlutfall hækkaði um rúm 2,5 prósentustig.

Taprekstur í framleiðslu málma upp á rúma 18 milljarða
Rekstrartekjur í framleiðslu á málmum voru 228 milljarðar króna árið 2020 og drógust saman um tvo milljarða eða um 1% frá fyrra ári. Taprekstur var upp á rúmlega 18 milljarða samanborið við 30 milljarða tap ársins 2019. Eigið fé lækkaði um fimm milljarða, úr 237 í 232 milljarða eða 2%. Langtímaskuldir jukust um tólf milljarða eða 17%.

Tekjur tækni- og hugverkaiðnaður jukust um 25 milljarða
Tækni- og hugverkaiðnaður var með heildartekjur upp á 411 milljarða króna og jók heildartekjur sínar á milli ára um 25 milljarða eða 6,4%. Hagnaður dróst saman um 4,5 milljarða eða 15% en eigið fé jókst um 8 milljarða eða 2%. Hagnaður fyrir fjármagnsliði jókst um 6 milljarða en fjármagnsliðir jukust einnig um einn milljarð.

Um gögnin
Rekstrar- og efnahagsreikningar eru unnir úr skattframtölum rekstraraðila og telja rúmlega 34.100 aðila árið 2020 með um 112 þúsund launþega. Tölur fyrir árið 2020 eru bráðabirgðatölur og verða uppfærðar í næstu útgáfu. Gögnin innihalda eingöngu þá sem skilað hafa skattframtali.

Fyrir tímanlegri upplýsingar gefur Hagstofa Íslands einnig út tölur um virðisaukaskattskylda veltu eftir atvinnugreinum ásamt mánaðarlegum tölum um fjölda starfandi. Þá eru einnig gefnar út tölur um fjölda launþega og fjölda launagreiðenda.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fyrirtaekjatolfraedi@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.