FRÉTT FYRIRTÆKI 07. FEBRÚAR 2018

Nýskráningar einkahlutafélaga á fjórða ársfjórðungi 2017 voru 588 og fækkaði um 2% frá sama tíma í fyrra. Gjaldþrotum á fjórða ársfjórðungi fjölgaði um 14% frá 2016 en 272 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta á tímabilinu.

Árið 2017 fækkaði nýskráningum einkahlutafélaga um 3% frá fyrra ári, en alls voru 2.577 ný einkahlutafélög skráð á árinu. Nýskráningum fækkaði m.a. milli ára í leigustarfsemi og ýmissi sérhæfðri þjónustu um 23% (úr 272 í 209), og í landbúnaði, skógrækt og fiskveiðum um 39% (úr 92 í 56). Nýskráningum fjölgaði mest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, úr 346 í 417, eða um 21% frá fyrra ári.

Ef skoðuð er skipting á nýskráningum einkahlutafélaga og hlutafélaga milli landshluta árið 2017 sést að fækkunin milli ára var mest á höfuðborgarsvæðinu þar sem nýskráningar fóru úr 2.019 í 1.926 (5%), en tekið saman fyrir aðra landshluta var fjöldi nýskráninga nánast óbreyttur milli ára, fór úr 652 í 654.

Gjaldþrotabeiðnum fyrirtækja árið 2017 fækkaði um 27% frá fyrra ári. Alls voru 747 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á árinu, borið saman við 1.030 árið 2016. Árið 2017 fækkaði gjaldþrotum hvað mest frá fyrra ári í fjármála- og vátryggingastarfsemi, úr 94 í 48 (49%), og í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum, úr 203 í 137 (33%). Gjaldþrotum fækkaði í nánast öllum helstu atvinnugreinabálkum frá fyrra ári, nema í flutningum og geymslu þar sem þeim fjölgaði úr 22 í 28 (27%).

Ef skipting gjaldþrota árið 2017 er skoðuð eftir landshlutum sést að fækkun milli áranna 2016 og 2017 er fyrst og fremst vegna fækkunar gjaldþrotabeiðna á höfuðborgarsvæðinu (úr 877 í 594; 33%), en ef aðrir landshlutar eru teknir saman fjölgaði gjaldþrotum þar úr 149 í 154 (3%).

Hagstofa Íslands mun hér eftir einungis birta fréttir um nýskráningar og gjaldþrot einu sinni á ári, en veftöflur um nýskráningar og gjaldþrot eftir atvinnugreinum verða áfram uppfærðar mánaðarlega.

Nýskráningar og gjaldþrot
  4. ársfjórðungur   Janúar–desember  
  2016 2017 % 2016 2017 %
Nýskráningar ehf.            
Alls 599 588 -2 2.666 2.577 -3
A Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar   15 15 0 92 56 -39
C Framleiðsla  18 24 33 104 100 -4
F Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð   69 82 19 346 417 21
G Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum   61 74 21 274 282 3
H Flutningar og geymsla   9 18 100 60 62 3
I Rekstur gististaða og veitingarekstur   36 23 -36 161 142 -12
J Upplýsingar og fjarskipti  38 27 -29 195 155 -21
K Fjármála- og vátryggingastarfsemi   112 123 10 372 400 8
L Fasteignaviðskipti   97 76 -22 414 374 -10
M Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi   56 43 -23 235 219 -7
N Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta   60 41 -32 272 209 -23
Aðrar atvinnugreinar 28 42 50 141 161 14
             
Gjaldþrot            
Alls 238 272 14 1.030 747 -27
A Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar   10 11 10 29 29 0
C Framleiðsla  12 19 58 56 39 -30
F Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð   39 41 5 180 141 -22
G Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum   35 40 14 203 137 -33
H Flutningar og geymsla   1 9 800 22 28 27
I Rekstur gististaða og veitingarekstur   12 12 0 59 48 -19
J Upplýsingar og fjarskipti  12 24 100 63 44 -30
K Fjármála- og vátryggingastarfsemi   27 17 -37 94 48 -49
L Fasteignaviðskipti   33 35 6 104 86 -17
M Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi   22 30 36 98 61 -38
N Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta   21 13 -38 58 39 -33
Aðrar atvinnugreinar 14 21 50 64 47 -27

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.