FRÉTT FYRIRTÆKI 18. MARS 2014

Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi á síðustu tveimur mánuðum ársins 2013 nam tæpum 590 milljörðum króna, en er það 5% aukning frá sama tímabili árið 2012. Heildarvelta árið 2013 nam rúmum 3.340 milljörðum króna og jókst um 3,3% frá fyrra ári.

Velta hefur aukist í flestum atvinnugreinum á milli ára, en mest í námugreftri og vinnslu hráefna úr jörðu, rekstri á gisti- og veitingastöðum, og byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Velta í framleiðslugreinum dróst hins vegar saman á milli ára.

Hagstofa Íslands birtir nú endurbætta tímaröð fyrir árin 2008-2013 yfir veltu í virðisaukaskattskyldri starfsemi. Helstu endurbætur snúa að yfirferð og leiðréttingu á atvinnugreinamerkingum fyrirtækja sem skilar sér í auknum gæðum á sundurliðun veltu niður á atvinnugreinar.

Virðisaukaskattsvelta
  Nóvember-desember   Janúar-desember  
  2012 2013 % 2012 2013 %
Alls 560.708 588.936 5,0% 3.233.480 3.340.033 3,3%
01/02 Landbúnaður og skógrækt 20.233 20.107 -0,6% 42.506 44.671 5,1%
B Námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu 580 606 4,4% 3.279 3.853 17,5%
03/10.2 Fiskveiðar, fiskeldi og vinnsla sjávarafurða 61.563 64.932 5,5% 417.253 398.759 -4,4%
C Framleiðsla, án 10.2, fiskvinnslu 91.924 93.239 1,4% 599.724 580.190 -3,3%
D/E Veitustarfsemi 28.277 29.207 3,3% 140.245 150.174 7,1%
F Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð 25.042 28.026 11,9% 120.466 138.412 14,9%
G Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum 186.248 194.691 4,5% 1.058.396 1.118.188 5,6%
H Flutningar og geymsla 46.772 50.540 8,1% 316.678 333.437 5,3%
I Rekstur gististaða og veitingarekstur 11.905 13.854 16,4% 82.359 96.432 17,1%
J Upplýsingar og fjarskipti 27.927 30.102 7,8% 145.079 152.367 5,0%
L Fasteignaviðskipti og fasteignaleiga 9.522 10.590 11,2% 51.868 56.896 9,7%
M Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi 23.185 24.823 7,1% 112.923 114.449 1,4%
N Önnur leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta 10.345 11.515 11,3% 58.987 67.768 14,9%

Talnefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.