FRÉTT FYRIRTÆKI 20. MAÍ 2014

Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2014 nam rúmum 488 milljörðum króna sem er 1,8% samdráttur frá sama tímabili árið 2013. Á síðustu 12 mánuðum hefur veltan aukist mest í rekstri gististaða og veitingarekstri og einnig í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð samanborið við 12 mánuði þar á undan. Mesti samdrátturinn fyrir sama tímabil er í framleiðslu án fiskvinnslu.

Virðisaukaskattsvelta
  janúar-febrúar   mars-febrúar  
  2013 2014 % 2012-2013 2013-2014 %
Alls 497.137 488.344 -1,8% 3.308.222 3.339.963 1,0%
01/02 Landbúnaður og skógrækt 2.140 1.912 -10,6% 44.367 47.155 6,3%
B Námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu 487 411 -15,5% 3.478 3.777 8,6%
03/10.2 Fiskveiðar, fiskeldi og vinnsla sjávarafurða 69.956 65.821 -5,9% 417.798 395.293 -5,4%
C Framleiðsla, án 10.2, fiskvinnslu 96.252 88.337 -8,2% 606.894 593.605 -2,2%
D/E Veitustarfsemi 24.637 23.952 -2,8% 142.273 149.490 5,1%
F Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð 16.712 18.715 12,0% 123.318 140.503 13,9%
G Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum 167.950 160.606 -4,4% 1.077.489 1.089.885 1,2%
H Flutningar og geymsla 42.716 46.105 7,9% 349.014 338.193 -3,1%
I Rekstur gististaða og veitingarekstur 10.428 12.096 16,0% 85.114 99.421 16,8%
J Upplýsingar og fjarskipti 23.143 24.116 4,2% 147.381 153.085 3,9%
L Fasteignaviðskipti og fasteignaleiga 8.329 9.512 14,2% 53.044 58.287 9,9%
M Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi 15.991 17.604 10,1% 112.614 116.951 3,9%
N Önnur leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta 8.146 8.921 9,5% 60.580 68.808 13,6%

 

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.