Virðisaukaskattskyld velta dróst saman um 5% á tímabilinu september-október 2020 í samanburði við sama tímabili árið áður. Mest lækkun var í atvinnugreinum tengdum ferðaþjónustu.
Meiri velta var í nokkrum atvinnugreinum á tímabilinu september-október 2020 en á sama tímabili árið á undan. Velta jókst um 13% í smásölu og hefur aukist jafnt og þétt síðastliðið ár. Velta í sölu og viðhaldi á vélknúnunum ökutækjum jókst einnig um 13% en þegar horft er yfir 12 mánaða tímabil hefur velta í þeirri atvinnugrein dregist saman um 3%. Aðrar atvinnugreinar þar sem velta jókst eru tengdar útflutningi en hafa ber í huga að gengisvísitala hækkaði um 15% á þessu tímabili.
Velta samkvæmt virðisaukaskattskýrslum (milljarðar króna) | ||||||
Sept.-okt. 2019 | Sept.-okt. 2020 | Breyting, % | Nóv. 2018 - okt. 2019 | Nóv. 2019 - okt. 2020 | Breyting, % | |
Alls án lyfjaframleiðslu1 | 803 | 761 | -5 | 4,663 | 4,302 | -8 |
Landbúnaður og skógrækt2 | .. | .. | .. | 52 | 55 | 5 |
A-03/C-102 Fiskveiðar, fiskeldi og vinnsla sjávarafurða | 79 | 86 | 9 | 417 | 422 | 1 |
C-24 Framleiðsla málma | 36 | 42 | 16 | 241 | 225 | -7 |
C Framleiðsla; án fiskvinnslu, lyfjaframleiðslu og framleiðslu málma | 79 | 81 | 3 | 444 | 431 | -3 |
D/E Veitustarfsemi | 31 | 35 | 12 | 191 | 200 | 5 |
F/B Byggingarstarfsemi, mannvirkjagerð, námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu | 69 | 67 | -3 | 369 | 345 | -6 |
G-45 Sala og viðhald vélknúinna ökutækja | 23 | 27 | 13 | 148 | 143 | -3 |
G-46171/G-46172/G-46381 Heild- og umboðsverslun með fisk | 49 | 52 | 6 | 260 | 248 | -5 |
G-4671 Olíuverslun | 26 | 17 | -34 | 147 | 111 | -25 |
G-46 Önnur heild- og umboðsverslun | 66 | 74 | 13 | 378 | 396 | 5 |
G-47 Smásala | 82 | 93 | 13 | 495 | 528 | 7 |
H Flutningar og geymsla | 76 | 39 | -48 | 432 | 279 | -35 |
I55 Rekstur gististaða | 18 | 3 | -80 | 101 | 44 | -56 |
I56 Veitingasala og -þjónusta | 17 | 10 | -38 | 100 | 78 | -23 |
J Upplýsingar og fjarskipti | 42 | 44 | 5 | 247 | 257 | 4 |
N-7711 Leiga á bifreiðum og léttum vélknúnum ökutækjum | 8 | 5 | -34 | 49 | 34 | -32 |
N-79 Ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur | 16 | 1 | -92 | 97 | 32 | -67 |
Aðrar atvinnugreinar | 84 | 82 | -2 | 493 | 475 | -4 |
1 Velta skv. virðisaukaskattskýrslum er birt tímabundið án veltu í lyfjaframleiðslu þar sem verið er að yfirfara og sannreyna gögn í þeirri atvinnugrein. | ||||||
2 Margir bændur skila virðisaukaskattskýrslu hálfsárslega og hafa lengri skilafrest en aðrir. Velta á tveggja mánaða tímabili gefur því ekki rétta mynd af þróun landbúnaðar. |
Breytt flokkun á einkennandi greinum ferðaþjónustu
Flokkun rekstraraðila, þar sem aðalstarfsemi er rekstur heilsulinda og jarðbaða, hefur verið samræmd og eru þau fyrirtæki nú öll flokkuð í atvinnugrein 96.04.0 með nuddstofum, sólbaðsstofum, gufuböðum o.þ.h. Samhliða eru gerðar breytingar á skilgreiningu einkennandi greina ferðaþjónustu til birtingar á Íslandi.
Útgáfa tölfræði um einkennandi greinar ferðaþjónustu hefur fylgt skilgreiningu frá hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Ákveðnar atvinnugreinar á Íslandi sem byggja tekjur sínar nær eingöngu á ferðaþjónustu falla þó utan skilgreiningar Eurostat. Til að gefa sem besta mynd af þróun og umsvifum ferðaþjónustu hérlendis verður framvegis birt tölfræði um einkennandi greinar ferðaþjónustu á Íslandi sem nær einnig til atvinnugreina 52.23.0 – Þjónustustarfsemi tengd flutningi með flugi og 96.04.0 – Nuddstofur, sólbaðsstofur, gufuböð o.þ.h. Eftirfarandi atvinnugreinar samkvæmt Íslenskri atvinnugreinaflokkun (ÍSAT2008) falla undir einkennandi greinar ferðaþjónustu á Íslandi:
H49.1 – Farþegaflutningur með járnbrautalestum milli borga
H49.32 – Rekstur leigubifreiða
H49.39 – Annar farþegaflutningur á landi
H50.1 – Millilanda- og strandsiglingar með farþega
H50.3 – Farþegaflutningur á skipgengum vatnaleiðum
H51.1 – Farþegaflutningur með flugi
H52.23 – Þjónustustarfsemi tengd flutningi með flugi
I55.1 – Hótel og gistiheimili
I55.2 – Orlofsdvalarstaðir og annars konar gistiaðstaða
I55.3 – Tjaldsvæði, svæði fyrir húsbíla og hjólhýsi
I56.1 – Veitingastaðir
I56.3 – Krár, kaffihús og dansstaðir o.þ.h.
N77.1 – Leiga á vélknúnum ökutækjum
N77.21 – Leiga á tómstunda- og íþróttavörum
N79 – Ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur og önnur bókunarþjónusta
S96.04 – Nuddstofur, sólbaðsstofur, gufuböð o.þ.h.
Velta í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi samkvæmt virðisaukaskattskýrslum (milljarðar króna) | ||||||
Sept.-okt. 2019 | Sept.-okt. 2020 | Breyting (%) | Nóv. 2018 - okt. 2019 | Nóv. 2019 - okt. 2020 | Breyting (%) | |
Farþegaflutningur með flugi (H511) | 41,1 | 9,9 | -76 | 230,7 | 112,5 | -51 |
Þjónustustarfsemi tengd flutningi með flugi (H5223) | 3,7 | 0,8 | -78 | 23,0 | 8,0 | -65 |
Rekstur gististaði (I551-I553) | 17,7 | 3,5 | -80 | 101,0 | 44,1 | -56 |
Veitingarekstur (I561, I563) | 15,6 | 9,5 | -39 | 93,7 | 71,6 | -24 |
Ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur (N79) | 16,1 | 1,2 | -92 | 97,2 | 31,7 | -67 |
Nuddstófur, gufuböð, náttúrulindir o.þ.h. (S9604) | 3,5 | 0,3 | -91 | 20,0 | 8,8 | -56 |
Leiga á tómstundavörum og vélknúnum ökutækjum (N771, N7721) | 7,7 | 5,2 | -33 | 49,9 | 34,3 | -31 |
Farþegaflutningur á landi (H491, H4932, H4939) | 3,4 | 0,4 | -87 | 22,0 | 8,9 | -60 |
Farþegaflutningar á sjó, vötnum og ám (H501, H503) | 1,0 | 0,2 | -82 | 5,4 | 1,7 | -68 |
Endurskoðun hagtalna
Tölur um veltu skv. virðisaukaskattskýrslum eru bráðabirgðatölur. Við birtingu fréttar 30. október sl. var velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, að frátalinni lyfjaframleiðslu, landbúnaði og skógrækt, talin vera 718,2 milljarðar króna í júlí-ágúst 2020 sem var 12,50% lækkun frá sama tímabili árið 2019. Nú hafa nýrri tölur borist og velta á þessu tímabili er talin vera 719,2 milljarðar sem er 12,94% lækkun á milli ára. Fjallað er um endurskoðun birtra hagtalna í lýsigögnum. Einnig er birt töluleg samantekt á því hvernig nokkrir undirflokkar breytast við endurskoðun birtra hagtalna.
Aðrar hagtölur um svipað efni
Hagstofa Íslands gefur árlega út rekstrar- og efnahagsyfirlit fyrirtækja eftir atvinnugreinum sem byggjast á skattframtölum og gefa ítarlega mynd af stöðu einstakra atvinnugreina.
Talnaefni
Einkennandi greinar ferðaþjónustu
Allar atvinnugreinar