Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi í janúar og febrúar 2016 nam 551 milljörðum króna, sem er 5% aukning miðað við sama tímabil árið 2015. Á síðustu 12 mánuðum er aukningin 9% samanborið við 12 mánuði þar áður.
Um síðustu áramót tóku í gildi breytingar á lögum um virðisaukaskatt , 50/1988, þ.a. nú eru nokkrar atvinnugreinar virðisaukaskattsskyldar sem áður voru undanþegnar. Þar ber helst að nefna farþegaflutninga aðra en áætlunarflutninga (undir bálk H) og þjónustu ferðaskrifstofa (undir bálki N). Þetta er að hluta til skýringin á mikilli aukningu á virðisaukaskattsskyldri veltu í þessum greinum, en einnig hafa umsvif þessara atvinnugreina aukist mikið undanfarin ár.
Um áramótin tóku einnig í gildi breytingar á vörugjöldum, m.a. hækkaði vörugjald á áfengi um leið og áfengi var fært úr efra þrepi virðisaukaskatts í neðra. Þar sem hér er birt velta án virðisaukaskatts þá hafði flutningur milli þrepa enginn áhrif á tölur. Hins vegar leggst virðisaukaskattur ofan á vörugjald og því veldur hækkun vörugjalds hækkun á virðisaukaskattsskyldri veltu. Hækkanir á vörugjaldi á áfengi valda því veltuaukningu í liðunum „Heild- og smásöluverslun“ og „Rekstur gististaða og veitingarekstur“.
Virðisaukaskattsvelta | ||||||
janúar-febrúar | mars-febrúar | |||||
2015 | 2016 | % | 2014-2015 | 2015-2016 | % | |
Alls | 523.358 | 550.863 | 5% | 3.536.110 | 3.855.913 | 9% |
01/02 Landbúnaður og skógrækt¹ | ... | ... | ... | 45.438 | 48.093 | 6% |
03/10.2 Fiskveiðar, fiskeldi og vinnsla sjávarafurða | 60.280 | 53.642 | -11% | 363.719 | 387.455 | 7% |
C Framleiðsla, án 10.2, fiskvinnslu | 104.676 | 95.787 | -8% | 674.796 | 699.439 | 4% |
D/E Veitustarfsemi | 27.763 | 27.277 | -2% | 162.349 | 167.102 | 3% |
F/B Byggingarstarfsemi, mannvirkjagerð, námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu | 21.554 | 28.554 | 32% | 169.004 | 207.257 | 23% |
G Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum | 171.468 | 176.148 | 3% | 1.150.041 | 1.225.681 | 7% |
H Flutningar og geymsla | 45.962 | 55.733 | 21% | 338.184 | 389.452 | 15% |
I Rekstur gististaða og veitingarekstur | 14.170 | 18.166 | 28% | 115.851 | 138.593 | 20% |
J Upplýsingar og fjarskipti | 25.872 | 28.406 | 10% | 168.393 | 178.650 | 6% |
L Fasteignaviðskipti og fasteignaleiga | 9.151 | 10.080 | 10% | 59.273 | 69.007 | 16% |
M Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi | 19.137 | 22.553 | 18% | 127.038 | 144.333 | 14% |
N Önnur leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta | 10.214 | 17.217 | 69% | 76.320 | 97.421 | 28% |
Aðrir bálkar | 11.303 | 15.479 | 37% | 85.705 | 103.432 | 21% |
¹Flestir bændur skila virðisaukaskatti hálfsárslega. Velta á tveggja mánaða tímabili gefur því ekki rétta mynd af þróun landbúnaðar. | ||||||
Þeir bændur sem skila virðisaukaskattsskýrslum hálfsárslega hafa lengri skilafrest en aðrir virðisaukaskattsgreiðendur. | ||||||
Því eru fyrstu tölur um virðisaukaskattskylda veltu í landbúnaði oft of lágar. | ||||||
Við birtingu í mars sl. kom fram að velta í landbúnaði hefði verið 2% árið 2015 en 2014, en skv. nýjustu tölum var veltan 6% hærri 2015 en árið áður. |