FRÉTT FYRIRTÆKI 14. NÓVEMBER 2016

Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi í júlí og ágúst 2016 nam 749 milljörðum króna, sem er 13% aukning miðað við sama tímabil árið 2015. Á síðustu 12 mánuðum er aukningin 7% samanborið við 12 mánuði þar áður.

Við birtingu fréttar í september var velta í virðisaukaskattsskyldri starfsemi í maí og júní 2016 talin vera 750,4 milljarðar sem var 7% hækkun frá sömu mánuðum árið 2015. Nú hafa nýrri tölur borist og velta í virðisaukaskattsskyldri starfsemi á þessu tímabili er talin vera 752,0 milljarðar sem er 8% hækkun frá sömu mánuðum árið 2015.

Virðisaukaskattsvelta
  júlí-ágúst 2015 júlí-ágúst 2016 % sept. 2014-ágúst 2015 sept. 2015-ágúst 2016 %
Alls 663.311 749.020 13% 3.750.069 4.027.776 7%
01/02 Landbúnaður og skógrækt¹ 2.255 2.680 19% 46.034 50.690 10%
03/10.2 Fiskveiðar, fiskeldi og vinnsla sjávarafurða 64.811 56.177 -13% 393.702 365.132 -7%
C Framleiðsla, án 10.2, fiskvinnslu 107.616 121.763 13% 723.377 672.328 -7%
D/E Veitustarfsemi 26.801 25.169 -6% 171.060 162.901 -5%
F/B Byggingarstarfsemi, mannvirkjagerð, námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu 34.817 51.987 49% 184.829 249.591 35%
G Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum 216.041 222.294 3% 1.195.810 1.258.709 5%
H Flutningar og geymsla² 81.324 94.209 16% 360.707 422.609 17%
I Rekstur gististaða og veitingarekstur 35.417 42.527 20% 127.410 155.506 22%
J Upplýsingar og fjarskipti 27.052 28.262 4% 172.149 190.784 11%
L Fasteignaviðskipti og fasteignaleiga 11.471 13.365 17% 62.846 74.239 18%
M Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi 20.604 22.241 8% 135.861 153.886 13%
N Önnur leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta² 20.093 49.196 145% 88.507 165.729 87%
Aðrir bálkar 15.008 19.150 28% 87.777 105.673 20%
¹Flestir bændur skila virðisaukaskatti hálfsárslega. Velta á tveggja mánaða tímabili gefur því ekki rétta mynd af þróun landbúnaðar.
²Í ársbyrjun 2016 tóku gildi breytingar á lögum um virðisaukaskatt, m.a. urðu hluti farþegaflutninga (bálkur H) og þjónusta ferðaskrifstofa (bálkur N) virðisaukaskattsskyld.


Um síðustu áramót tóku gildi breytingar á lögum um virðisaukaskatt , 50/1988, sem gerðu nokkrar atvinnugreinar virðisaukaskattsskyldar sem áður voru undanþegnar. Þar ber helst að nefna farþegaflutninga aðra en áætlunarflutninga (undir bálki H) og þjónustu ferðaskrifstofa (undir bálki N). Þetta er að hluta til skýringin á mikilli aukningu á virðisaukaskattsskyldri veltu í þessum greinum, en einnig hafa umsvif þessara atvinnugreina aukist mikið undanfarin ár.

Um áramótin tóku einnig gildi breytingar á vörugjöldum, m.a. hækkaði vörugjald á áfengi um leið og áfengi var fært úr efra þrepi virðisaukaskatts í neðra. Þar sem hér er birt velta án virðisaukaskatts þá hafði flutningur milli þrepa engin áhrif á tölur. Hins vegar leggst virðisaukaskattur ofan á vörugjald og því veldur hækkun vörugjalds hækkun á virðisaukaskattsskyldri veltu. Hækkanir á vörugjaldi á áfengi valda því veltuaukningu í liðunum „Heild- og smásöluverslun“ og „Rekstur gististaða og veitingarekstur“.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.