Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, fyrir utan ferðaskrifstofur og farþegaflutninga á vegum, í september og október 2016 nam 669 milljörðum króna, sem er 4% aukning miðað við sama tímabil árið 2015. Á síðustu 12 mánuðum er aukningin 5% samanborið við 12 mánuði þar áður. Starfsemi tengd farþegaflutningum og ferðaskrifstofum var ekki virðisaukaskattskyld fyrr en í ársbyrjun 2016 og verður að taka tillit til þess þegar velta ársins 2016 er borin saman við fyrri ár.

Velta í allri virðisaukaskattskyldri starfsemi nam 688 milljörðum króna í september og október 2016.

Virðisaukaskattsvelta
  sept.-okt. 2015 sept.-okt. 2016 % nóv. 2014-okt. 2015 nóv. 2015-okt. 2016 %
Alls 644.299 687.724 7% 3.777.036 4.074.344 8%
Alls án ferðaskrifstofa og farþegaflutninga á vegum¹ 642.996 668.795 4% 3.769.239 3.973.494 5%
01/02 Landbúnaður og skógrækt² 2.536 2.664   46.134 50.846 10%
03/10.2 Fiskveiðar, fiskeldi og vinnsla sjávarafurða 64.709 64.012 -1% 388.936 364.546 -6%
C Framleiðsla, án 10.2, fiskvinnslu 114.867 109.118 -5% 712.014 666.664 -6%
D/E Veitustarfsemi 28.286 26.747 -5% 171.343 161.363 -6%
F/B Byggingarstarfsemi, mannvirkjagerð, námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu 39.519 48.264 22% 192.770 258.635 34%
G Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum 205.440 212.761 4% 1.205.667 1.266.606 5%
H Flutningar og geymsla¹ 66.999 72.460 8% 366.268 428.542 17%
I Rekstur gististaða og veitingarekstur 22.835 29.733 30% 132.078 163.025 23%
J Upplýsingar og fjarskipti 30.931 32.653 6% 175.162 193.128 10%
L Fasteignaviðskipti og fasteignaleiga 11.584 12.660 9% 64.317 75.522 17%
M Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi 27.039 29.088 8% 141.197 156.137 11%
N Önnur leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta¹ 16.262 33.403 105% 91.954 182.856 99%
Aðrir bálkar 13.294 14.159 7% 89.195 106.473 19%
¹Í ársbyrjun 2016 tóku gildi breytingar á lögum um virðisaukaskatt, m.a. urðu hluti farþegaflutninga (bálkur H) og þjónusta ferðaskrifstofa (bálkur N) virðisaukaskattsskyld.
²Flestir bændur skila virðisaukaskatti hálfsárslega. Velta á tveggja mánaða tímabili gefur því ekki rétta mynd af þróun landbúnaðar.

Við birtingu fréttar í nóvember var velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi í júlí og ágúst 2016 talin vera 749,3 milljarðar sem var 12,9% hækkun frá sömu mánuðum árið 2015. Nú hafa nýrri tölur borist og velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi á þessu tímabili er talin vera 751,2 milljarðar sem er 13,2% hækkun frá sömu mánuðum árið 2015. Sjá nánar um endurskoðun hagtalna í lýsigögnum

Í ársbyrjun 2016 tóku gildi breytingar á lögum um virðisaukaskatt, 50/1988, sem gerðu nokkrar atvinnugreinar virðisaukaskattskyldar sem áður voru undanþegnar. Þar ber helst að nefna farþegaflutninga aðra en áætlunarflutninga (undir bálki H) og þjónustu ferðaskrifstofa (undir bálki N). Þetta er að hluta til skýringin á mikilli aukningu á virðisaukaskattskyldri veltu í þessum greinum, en einnig hafa umsvif þessara atvinnugreina aukist mikið undanfarin ár.

Í ársbyrjun 2016 tóku einnig gildi breytingar á vörugjöldum, m.a. hækkaði vörugjald á áfengi um leið og áfengi var fært úr efra þrepi virðisaukaskatts í neðra. Þar sem hér er birt velta án virðisaukaskatts þá hafði flutningur milli þrepa engin áhrif á tölur. Hins vegar leggst virðisaukaskattur ofan á vörugjald og því veldur hækkun vörugjalds hækkun á virðisaukaskattskyldri veltu. Hækkanir á vörugjaldi á áfengi valda því veltuaukningu í liðunum „Heild- og smásöluverslun“ og „Rekstur gististaða og veitingarekstur“.

Aðrar hagtölur
Hagstofa Íslands gefur árlega út rekstrar- og efnahagsyfirlit fyrirtækja eftir atvinnugreinum sem byggja á skattframtölum og gefa ítarlega mynd af stöðu einstakra atvinnugreina.

Talnaefni