FRÉTT FYRIRTÆKI 27. ÁGÚST 2021

Meiri velta var í flestum atvinnugreinum á tímabilinu maí-júní 2021 en á sama tímabili 2020 samkvæmt virðisaukaskattskýrslum. Vorið 2020 var mikið um lokanir og takmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins og því er athyglisvert að bera saman veltu vorið 2021 og veltu vorið 2019, þ.e. fyrir faraldurinn.

Ef tímabilið maí-júní 2021 er borið saman við sama tímabil 2019 jókst velta verulega í framleiðslu, sjávarútvegi og flestum greinum verslunar. Á sama tíma hækkaði gengisvísitala um 5%. Miklar lækkanir voru í öllum greinum tengdum ferðaþjónustu og í olíverslun.

Velta samkvæmt virðisaukaskattskýrslum (milljarðar króna)
  Maí-júní 2019 Maí-júní 2020 Maí-júní 2021 Breyting 2019-2020, % Breyting 2020-2021, % Breyting 2019-2021, %
Alls án lyfjaframleiðslu,¹ landbúnaðar og skógræktar² 810,8 698,4 834,0 -14 19 3
Landbúnaður og skógrækt² .. .. .. .. .. ..
A-03/C-102 Fiskveiðar, fiskeldi og vinnsla sjávarafurða 66,5 66,2 75,6 0 14 14
C-24 Framleiðsla málma 39,2 34,4 52,5 -12 53 34
C Framleiðsla; án fiskvinnslu, lyfjaframleiðslu og framleiðslu málma 77,0 75,8 86,8 -1 14 13
D/E Veitustarfsemi 31,5 31,7 34,9 1 10 11
F/B Byggingarstarfsemi, mannvirkjagerð, námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu 63,1 57,3 63,7 -9 11 1
G-45 Sala og viðhald vélknúinna ökutækja 30,1 25,3 38,5 -16 53 28
G-46171/G-46172/G-46381 Heild- og umboðsverslun með fisk 42,2 36,7 45,7 -13 25 8
G-4671 Olíuverslun 28,0 18,1 23,2 -35 28 -17
G-46 Önnur heild- og umboðsverslun 65,1 67,4 77,7 4 15 19
G-47 Smásala 84,9 93,4 102,9 10 10 21
H Flutningar og geymsla 76,4 39,6 47,4 -48 20 -38
I55 Rekstur gististaða 18,5 3,8 8,6 -80 126 -54
I56 Veitingasala og -þjónusta 17,7 12,8 16,7 -27 30 -6
J Upplýsingar og fjarskipti 42,4 42,1 44,5 -1 6 5
N-7711 Leiga á bifreiðum og léttum vélknúnum ökutækjum 9,9 5,1 6,6 -49 30 -33
N-79 Ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur 18,0 1,2 6,3 -93 439 -65
Erlend fyrirtæki sem eru virðisaukaskattskyld á Íslandi 3,7 2,5 14,4 -32 476 291
Aðrar atvinnugreinar 79,3 66,5 82,9 -16 25 5
¹ Velta skv. virðisaukaskattskýrslum er birt tímabundið án veltu í lyfjaframleiðslu þar sem verið er að yfirfara og sannreyna gögn í þeirri atvinnugrein.
² Margir bændur skila virðisaukaskattskýrslu hálfsárslega og hafa lengri skilafrest en aðrir. Ekki eru komnar áreiðanlegar tölur um veltu í landbúnaði og skógrækt fyrri helming árs 2021.

Endurskoðun hagtalna
Tölur um veltu skv. virðisaukaskattskýrslum eru bráðabirgðatölur. Við birtingu fréttar 9. júlí sl. var velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, að frátalinni lyfjaframleiðslu, talin vera 775,1 milljarður króna í mars-apríl 2021 sem var 17,8% hækkun frá sama tímabili árið 2020. Nú hafa nýrri tölur borist og velta á þessu tímabili er talin vera 775,4 milljarðar sem er 17,9% hækkun á milli ára. Fjallað er um endurskoðun birtra hagtalna í lýsigögnum. Einnig er birt töluleg samantekt á því hvernig nokkrir undirflokkar breytast við endurskoðun birtra hagtalna.

Aðrar hagtölur um svipað efni
Hagstofa Íslands gefur árlega út rekstrar- og efnahagsyfirlit fyrirtækja eftir atvinnugreinum sem byggjast á skattframtölum og gefa ítarlega mynd af stöðu einstakra atvinnugreina.

Talnaefni
Einkennandi greinar ferðaþjónustu
Allar atvinnugreinar

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.