Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi í mars og apríl 2014 nam tæpum 524 milljörðum króna sem er 2,0% aukning miðað við sama tímabili árið 2013. Á síðustu 12 mánuðum hefur veltan aukist mest í rekstri gististaða og veitingarekstri og einnig í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð samanborið við 12 mánuði þar á undan. Mesti samdrátturinn fyrir sama tímabil er í Flutningum og geymslu og einnig í Fiskveiðum, fiskeldi og vinnslu sjávarafurða.

Virðisaukaskattsvelta
  mars-apríl   maí-apríl  
  2013 2014 % 2012-2013 2013-2014 %
Alls 513.361 523.728 2,0% 3.295.235 3.370.816 2,3%
01/02 Landbúnaður og skógrækt 2.288 2.249 -1,7% 44.790 47.090 5,1%
B Námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu 546 646 18,4% 3.560 3.877 8,9%
03/10.2 Fiskveiðar, fiskeldi og vinnsla sjávarafurða 66.432 61.511 -7,4% 401.020 390.162 -2,7%
C Framleiðsla, án 10.2, fiskvinnslu 97.444 96.628 -0,8% 599.221 592.933 -1,0%
D/E Veitustarfsemi 23.700 24.846 4,8% 143.180 150.610 5,2%
F Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð 19.206 21.641 12,7% 126.380 142.996 13,1%
G Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum 170.120 175.081 2,9% 1.078.005 1.116.184 3,5%
H Flutningar og geymsla 47.550 50.140 5,4% 349.513 339.604 -2,8%
I Rekstur gististaða og veitingarekstur 12.814 14.425 12,6% 87.144 101.093 16,0%
J Upplýsingar og fjarskipti 23.835 25.195 5,7% 149.094 154.465 3,6%
L Fasteignaviðskipti og fasteignaleiga 9.128 9.349 2,4% 53.824 58.395 8,5%
M Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi 19.378 20.513 5,9% 112.752 118.379 5,0%
N Önnur leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta 9.267 9.633 4,0% 61.890 69.257 11,9%

 

Talnaefni