Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, fyrir utan lyfjaframleiðslu, var 4.491 milljarðar á tímabilinu nóvember 2017 til október 2018, sem er 8,5% hækkun miðað við næstu 12 mánuði þar á undan.
Á tímabilinu september-október 2018 var veltan 788 milljarðar eða 6,2% hærri en sömu mánuði árið áður. Á sama tímabili jókst velta í framleiðslu málma um 17,4%, velta í bílaleigu um 17,4% og velta í smásölu um 4,4%. Velta í sölu og viðhaldi vélknúinna ökutækja lækkaði um 7,3% og velta í sjávarútvegi lækkaði um 6,4%.
Virðisaukaskattsvelta (milljarðar króna) | ||||||
Sept.-okt. 2017 | Sept.-okt. 2018 | Breyting, % | Nóv. 2016-okt. 2017 | Nóv. 2017-okt. 2018 | Breyting, % | |
Alls án lyfjaframleiðslu¹ | 742 | 788 | 6,2 | 4.139 | 4.491 | 8,5 |
A-01/A-02 Landbúnaður og skógrækt² | ... | ... | ... | 51 | 51 | 1,1 |
A-03/C-102 Fiskveiðar, fiskeldi og vinnsla sjávarafurða | 71 | 67 | -6,4 | 317 | 350 | 10,5 |
C-24 Framleiðsla málma | 39 | 46 | 17,4 | 216 | 250 | 15,7 |
C Framleiðsla; án fiskvinnslu, lyfjaframleiðslu og framleiðslu málma | 69 | 73 | 5,3 | 402 | 427 | 6,3 |
D/E Veitustarfsemi | 29 | 33 | 12,8 | 168 | 184 | 9,5 |
F/B Byggingarstarfsemi, mannvirkjagerð, námugröftur og vinnsla hráefna úr j | 61 | 67 | 9,7 | 318 | 349 | 9,8 |
G-45 Sala og viðhald vélknúinna ökutækja | 26 | 24 | -7,3 | 170 | 167 | -1,4 |
G-46171/G-46172/G-46381 Heild- og umboðsverslun með fisk | 40 | 45 | 12,8 | 192 | 221 | 15,1 |
G-4671 Olíuverslun | 24 | 24 | 1,3 | 121 | 129 | 6,1 |
G-46 Önnur heild- og umboðsverslun | 59 | 63 | 7,0 | 345 | 360 | 4,6 |
G-47 Smásala | 76 | 80 | 4,4 | 448 | 473 | 5,7 |
H Flutningar og geymsla | 82 | 82 | -0,6 | 450 | 497 | 10,5 |
I Rekstur gististaða og veitingarekstur | 34 | 35 | 2,6 | 190 | 195 | 3,0 |
J Upplýsingar og fjarskipti | 35 | 38 | 9,5 | 195 | 217 | 11,4 |
L Fasteignaviðskipti | 14 | 15 | 9,4 | 80 | 87 | 8,3 |
N-7711 Leiga á bifreiðum og léttum vélknúnum ökutækjum | 8 | 9 | 17,4 | 50 | 52 | 4,5 |
N-79 Ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur | 18 | 20 | 13,1 | 102 | 110 | 8,1 |
Aðrar atvinnugreinar | 54 | 65 | 20,5 | 325 | 369 | 13,4 |
Endurskoðun hagtalna
Tölur um veltu skv. virðisaukaskattskýrslum eru bráðabirgðatölur. Við birtingu fréttar í nóvember 2018 var velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, að frátalinni lyfjaframleiðslu, talin vera 810,8 milljarðar króna í júlí og ágúst 2018, sem var 8,8% hækkun frá sömu mánuðum árið 2017. Nú hafa nýrri tölur borist og velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, að frátalinni lyfjaframleiðslu, á þessu tímabili er talin vera 811,9 milljarðar, sem er 9,0% hækkun milli ára. Fjallað er um endurskoðun hagtalna í lýsigögnum og tölulegar upplýsingar um breytingar á áður útgefnum hagtölum eru í endurskoðun hagtalna.
Aðrar hagtölur
Hagstofa Íslands gefur árlega út rekstrar- og efnahagsyfirlit fyrirtækja eftir atvinnugreinum sem byggjast á skattframtölum og gefa ítarlega mynd af stöðu einstakra atvinnugreina.
Talnaefni
Einkennandi greinar ferðaþjónustu
Allar atvinnugreinar