Áfengisneysla, byggð á áfengissölu hérlendis, var um 2.389 þúsund alkóhóllítrar árið 2023 samanborið við rúmlega 2.418 þúsund lítra árið 2022. Mælt í hreinum vínanda á íbúa 15 ára og eldri var meðalneyslan 7,7 lítrar árið 2023 sem var 4% minna en árið 2022 þegar neyslan nam 8,1 lítra. Mestur samdráttur á milli ára var í neyslu sterkra vína eða 13%.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.isDeila
Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.