FRÉTT IÐNAÐUR 01. JÚLÍ 2008

Heildarverðmæti seldra framleiðsluvara árið 2007 var 396 milljarðar króna sem er aukning um tæpa 40 milljarða króna frá árinu 2006 og 9,3% aukning að raungildi. Heildarverðmæti seldra framleiðsluvara árið 2007 án fiskvinnslu var 281 milljarður króna en 242 milljarðar króna árið 2006, sem er aukning um rúma 39 milljarða króna milli ára. Í 13 atvinnugreinum af 17 jókst verðmæti seldra framleiðsluvara. Hlutdeild einstakra atvinnugreina í söluverðmæti framleiðsluvara er nokkuð stöðug milli áranna 2006–2007 fyrir utan mikla aukningu í framleiðslu málma. Hlutdeild matvæla- og drykkjarvöruiðnaðar er stærst, með 47,1% af heildarverðmæti árið 2007, þar af 29,1% vegna fiskvinnslu.

Verðmæti seldra framleiðsluvara 2007 - Hagtíðindi

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.