Verðmæti seldra framleiðsluvara árið 2014 var 733 milljarðar króna sem er samdráttur um 9,6 milljarða króna eða 1,3% frá árinu 2013. Framleiðsla málma og framleiðsla á fiskafurðum vega sem fyrr þyngst, þannig nam framleiðsla á fiskafurðum 31,4% af heildarverðmæti árið 2014 en var 34,5% árið 2013. Framleiðsla málma nam 28,4% árið 2014 en var 30,1% árið 2013. Verðmæti seldra framleiðsluvara án fiskafurða og framleiðslu málma nam tæpum 294 milljörðum króna á síðasta ári og jókst um tæpa 31,7 milljarða eða um 12,1% frá fyrra ári.
Verðmæti framleiðsluvara 2013-2014 | ||||
2013 | 2014 | |||
Verðmæti eru í milljónum króna | Verðmæti | Hlutfall | Verðmæti | Hlutfall |
Alls | 741.471 | 100,0 | 733.249 | 100,0 |
08 Nám og vinnsla annarra hráefna úr jörðu | 3.000 | 0,4 | 3.653 | 0,5 |
10/11 Matvæla- og drykkjarvöruframleiðsla | 380.363 | 51,3 | 343.689 | 46,9 |
13 Framleiðsla á textílvörum | 3.618 | 0,5 | 3.501 | 0,5 |
14/15 Framleiðsla á fatnaði, leðri og leðurvörum | 1.498 | 0,2 | 1.561 | 0,2 |
16 Framleiðsla á viði og viðarvörum | 3.086 | 0,4 | 2.954 | 0,4 |
17 Framleiðsla á pappír og pappírsvöru | 3.364 | 0,5 | 3.674 | 0,5 |
18 Prentun og fjölföldun upptekins efnis | 9.982 | 1,3 | 12.473 | 1,7 |
20/21 Framleiðsla á efnum og efnavörum; lyfjum | 16.672 | 2,2 | 26.814 | 3,7 |
22 Framleiðsla á gúmmí- og plastvörum | 8.015 | 1,1 | 8.810 | 1,2 |
23 Framleiðsla á vörum úr málmlausum steinefnum | 10.222 | 1,4 | 13.217 | 1,8 |
24 Framleiðsla málma | 223.548 | 30,1 | 208.567 | 28,4 |
25 Framleiðsla á málmvörum, að undanskildum vélum og búnaði | 14.520 | 2,0 | 19.194 | 2,6 |
26/27 Framleiðsla á tölvu-, rafeinda- og rafbúnaði | 15.133 | 2,0 | 14.272 | 1,9 |
28 Framleiðsla á öðrum ótöldum vélum og tækjum | 18.668 | 2,5 | 26.515 | 3,6 |
29/30 Framleiðsla á farartækjum | 2.121 | 0,3 | 2.203 | 0,3 |
31 Framleiðsla á húsgögnum og innréttingum | 4.067 | 0,5 | 5.134 | 0,7 |
32 Framleiðsla, ót.a. | 7.819 | 1,1 | 11.057 | 1,5 |
33 Viðgerðir og uppsetning vélbúnaðar og tækja | 15.776 | 2,1 | 25.962 | 3,5 |