FRÉTT IÐNAÐUR 24. OKTÓBER 2016

Verðmæti seldra framleiðsluvara árið 2015 var 754 milljarðar króna sem er aukning um 29,5 milljarða króna eða 4,1% frá árinu 2014. Framleiðsla málma og framleiðsla á fiskafurðum vega sem fyrr þyngst, þannig nam framleiðsla á fiskafurðum 34,4% af heildarverðmæti árið 2015 en var 33,9% árið 2014. Framleiðsla málma nam 29,1% árið 2015 en var 28,8% árið 2014. Verðmæti seldra framleiðsluvara án fiskafurða og framleiðslu málma nam 275 milljörðum króna á síðasta ári og jókst um tæpa 4,5 milljarða eða um 1,6% frá fyrra ári.

Við vinnslu á árinu 2015 voru einnig gerðar smávægilegar leiðréttingar fyrir árið 2014.

Verðmæti framleiðsluvara 2014-2015        
  2014 2015
Verðmæti eru í milljónum króna Verðmæti Hlutfall Verðmæti Hlutfall
         
Alls 724.645 100,0 754.187 100,0
08 Nám og vinnsla annarra hráefna úr jörðu 3.571 0,5 3.834 0,5
10/11 Matvæla- og drykkjarvöruframleiðsla 353.499 48,8 375.263 49,8
Þar af fiskafurðir 245.310 33,9 259.416 34,4
13 Framleiðsla á textílvörum 3.265 0,5 3.623 0,5
14/15 Framleiðsla á fatnaði, leðri og leðurvörum 1.430 0,2 1.117 0,1
16 Framleiðsla á viði og viðarvörum 3.090 0,4 3.262 0,4
17 Framleiðsla á pappír og pappírsvöru 3.557 0,5 2.560 0,3
18 Prentun og fjölföldun upptekins efnis 12.169 1,7 11.833 1,6
20/21 Framleiðsla á efnum og efnavörum; lyfjum 16.563 2,3 16.424 2,2
22 Framleiðsla á gúmmí- og plastvörum 8.453 1,2 8.862 1,2
23 Framleiðsla á  vörum úr málmlausum steinefnum 13.217 1,8 15.074 2,0
24 Framleiðsla málma 208.534 28,8 219.513 29,1
25 Framleiðsla á málmvörum, að undanskildum vélum og búnaði 16.789 2,3 18.385 2,4
26/27 Framleiðsla á tölvu-, rafeinda- og rafbúnaði 14.241 2,0 13.176 1,7
28 Framleiðsla á öðrum ótöldum vélum og tækjum 26.286 3,6 22.450 3,0
29/30 Framleiðsla á farartækjum 1.975 0,3 2.622 0,3
31 Framleiðsla á húsgögnum og innréttingum 4.842 0,7 4.643 0,6
32 Framleiðsla, ót.a. 10.831 1,5 10.931 1,4
33 Viðgerðir og uppsetning vélbúnaðar og tækja 22.333 3,1 20.617 2,7

Talnaefni

 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fyrirtaekjatolfraedi@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.