FRÉTT IÐNAÐUR 20. JANÚAR 2005

Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan janúar, er 313,3 stig (júní 1987=100) og hækkar um 2,82% frá fyrra mánuði. Vísitalan gildir fyrir febrúar.
     Hækkunin skýrist að mestum hluta af samningsbundnum launahækkunum en launaliður vísitölunnar hækkar að meðaltali um 4,4% (áhrif á vísitöluna er 1,8%).
     Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 8,6%.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.