Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan desember 2009 er 501,1 stig (júní 1987=100) sem er hækkun um 0,1% frá fyrri mánuði. Vísitalan gildir í janúar 2010.
Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 2,3%.
Í janúar 2010 verður vísitala byggingarkostnaðar birt á nýjum grunni (janúar 2010 = 100) og verða meðal annars breytingar á framsetningu undirvísitalna. Vísitölur miðað við eldri grunna verða framreiknaðar með hinni nýju vísitölu en sundurliðað talnaefni með núverandi framsetningu verður uppfært samhliða í fjóra mánuði. Birtingu á vísitölu byggingarkostnaðar fyrir iðnaðarhúsnæði verður hætt frá og með maí 2010.
Ítarlega verður fjallað um grunnskiptin og nýja vísitöluhúsið í Hagtíðindaheftinu „Vísitala byggingarkostnaðar á nýjum grunni“ sem Hagstofan mun gefa út 8. febrúar 2010.
Breytingar vísitölu byggingarkostnaðar 2009-2010 | |||||||
Vísitala | Umreiknað til árshækkunar miðað við hækkun vísitölunnar | ||||||
Gildistími júlí 1987=100 | Útreikn- tími júní 1987=100 | Breytingar í hverjum mánuði, % | |||||
Síðasta mánuð, % | Síðustu 3 mánuði, % | Síðustu 6 mánuði, % | Síðustu 12 mánuði, % | ||||
2009 | |||||||
Janúar | 489,6 | 490,1 | 0,1 | 1,2 | 24,7 | 23,6 | 28,6 |
Febrúar | 490,1 | 492,5 | 0,5 | 6,0 | 11,9 | 24,8 | 27,6 |
Mars | 492,5 | 490,7 | -0,4 | -4,3 | 0,9 | 20,1 | 21,7 |
Apríl | 490,7 | 474,2 | -3,4 | -33,7 | -12,4 | 4,5 | 13,9 |
Maí | 474,2 | 474,9 | 0,2 | 1,8 | -13,5 | -1,6 | 11,8 |
Júní | 474,9 | 477,9 | 0,6 | 7,9 | -10,0 | -4,7 | 11,7 |
Júlí | 477,9 | 486,4 | 1,8 | 23,6 | 10,7 | -1,5 | 10,3 |
Ágúst | 486,4 | 492,1 | 1,2 | 15,0 | 15,3 | -0,2 | 11,5 |
September | 492,1 | 495,3 | 0,7 | 8,1 | 15,4 | 1,9 | 10,6 |
Október | 495,3 | 497,0 | 0,3 | 4,2 | 9,0 | 9,8 | 7,2 |
Nóvember | 497,0 | 500,7 | 0,7 | 9,3 | 7,2 | 11,2 | 4,6 |
Desember | 500,7 | 501,1 | 0,1 | 1,0 | 4,8 | 9,9 | 2,3 |
2010 | |||||||
Janúar | 501,1 | . | . | . | . | . | . |
Talnaefni