Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan apríl 2012 er 115,0 stig (desember 2009=100) sem er hækkun um 1,4% frá fyrri mánuði. Hækkunin skýrist að mestu leyti af því að flytja þarf jarðveg um lengri veg en áður eftir að jarðvegslosun fyrir höfuðborgarsvæðið var flutt frá Hólmsheiði í Bolaöldur í mars 2012 (áhrif á vísitölu 1,2%). Vísitalan gildir í maí 2012.

Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 7,8%. Áhrifa kerfisvillu sem leiðrétt var í maí 2011 gætir ekki lengur í tólf mánaða breytingunni.

Breytingar vísitölu byggingarkostnaðar 2011-2012      
Vísitala  Umreiknað til árshækkunar miðað við hækkun vísitölunnar
Gildistími janúar 2010=100 Útreikn- tími des. 2009=100 Breytingar í hverjum mánuði, %
Síðasta mánuð, % Síðustu 3 mánuði, % Síðustu 6 mánuði, % Síðustu 12 mánuði, %
 
2011
Maí 106,7 107,4 0,7 8,5 25,1 13,4 5,5
Júní 107,4 109,9 2,3 31,5 32,1 18,9 7,6
Júlí 109,9 110,8 0,8 10,1 16,2 19,3 8,4
Ágúst 110,8 110,5 -0,2 -2,7 12,1 18,4 7,8
September 110,5 111,3 0,7 8,8 5,2 17,9 8,1
Október 111,3 111,4 0,1 1,1 2,3 9,0 10,4
Nóvember 111,4 111,6 0,2 2,2 4,0 8,0 10,7
Desember 111,6 112,3 0,6 7,4 3,5 4,4 11,4
2012
Janúar 112,3 111,2 -1,0 -10,9 -0,7 0,8 9,6
Febrúar 111,2 113,0 1,6 21,2 5,0 4,5 11,2
Mars 113,0 113,4 0,4 4,7 4,2 3,8 10,6
Apríl 113,4 115,0 1,4 18,4 14,5 6,6 7,8
Maí 115,0 . . . . . .

Talnaefni