FRÉTT KOSNINGAR 15. SEPTEMBER 2025

Kosið var til Alþingis 30. nóvember 2024. Við kosningarnar voru alls 268.490 á kjörskrá eða 68,9% landsmanna. Af þeim greiddu 215.395 atkvæði eða 80,2% kjósenda. Kosningaþátttaka kvenna var 81,2%, karla 79,2% og kynsegin/annarra 69,9%.

Í fyrsta sinn síðan Hagstofa Íslands hóf miðlun kosningaskýrslna er nú boðið upp á greiningu á kosningaþátttöku eftir menntun fyrir bæði árin 2021 og 2024. Niðurstöðurnar sýna skýran mun á kosningaþátttöku eftir menntunarstigum. Kosningaþátttakan var mest á meðal háskólamenntaðra eða 86,8% árið 2024. Næstmest var kosningaþátttaka á meðal þeirra sem höfðu framhaldsskólamenntun (81,3%) og minnst á meðal grunnskólamenntaðra (71,1%). Sama þróun var sjáanleg fyrir árið 2021 en það ár var hlutfall háskólamenntaðra 86,8%, hlutfall grunnskólamenntaðra 71,6% og hlutfall framhaldsskólamenntaðra 80,9%.

Alþingiskosningar 30. nóvember 2024 - Hagtíðindi

Hægt er að sjá myndræna framsetningu á gögnunum á þessari síðu á vef Hagstofunnar.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 5281100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.