FRÉTT KOSNINGAR 05. OKTÓBER 2016

Hagstofa Íslands hefur gefið út Hagtíðindi þar sem greint er frá niðurstöðum forsetakjörs sem fram fór 25. júní 2016.

Við kosningarnar voru alls 244.896 á kjörskrá eða 73,6% landsmanna. Af þeim greiddu 185.430 atkvæði eða 75,7% kjósenda. Kosningaþátttaka karla var 72,4% en þátttaka kvenna var nokkru hærri, 79,0%. Kosningaþátttakan var breytileg eftir aldri, meiri meðal eldri en yngri kjósenda. Hún var minnst hjá aldurshópnum 20–24 ára, 63,1% og 18–19 ára, 63,8%. Hæst var hlutfallið hjá 65–74 ára 87% en lækkaði síðan með aldri úr því. Hlutfall utankjörfundaratkvæða af greiddum atkvæðum var 23,1%.

Níu frambjóðendur voru í kjöri til embættis forseta Íslands, þau Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Davíð Oddsson, Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Halla Tómasdóttir, Hildur Þórðardóttir og Sturla Jónsson. Úrslit forsetakjörs urðu þau að Guðni Th. Jóhannesson hlaut flest atkvæði, 71.356 eða 39,1% gildra atkvæða, og var því kjörinn forseti Íslands fyrir tímabilið frá 1. ágúst 2016 til 31. júlí 2020.

Forsetakjör 25. júní 2016 - Hagtíðindi

Talnaefni:
     Yfirlit
     Forsetakosningar

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.