Forsetakjör fór fram 27. júní 2020. Við kosningarnar voru alls 252.152 manns á kjörskrá eða 69,2% landsmanna. Af þeim greiddu 168.790 atkvæði eða 66,9% kjósenda. Kosningaþátttaka karla var 62,4% en þátttaka kvenna var nokkru hærri, 71,5%. Hlutfall utankjörfundaratkvæða af greiddum atkvæðum var 31,1% sem er töluvert hærra en í síðustu forsetakosningum árið 2016 þegar það var 23,1%.
Í framboði til forseta voru Guðmundur Franklín Jónsson og Guðni Th. Jóhannesson. Hlaut Guðni Th. Jóhannesson 92,2% gildra atkvæða og var því kjörinn forseti Íslands.
Forsetakjör 27. júní 2020 - Hagtíðindi