FRÉTT KOSNINGAR 08. OKTÓBER 2012

Forsetakjör fór fram 30. júní 2012. Við kosningarnar voru alls 235.743 á kjörskrá eða 73,8% landsmanna. Af þeim greiddu 163.294 atkvæði eða 69,3% kjósenda. Kosningaþátttaka karla var 65,8% en kvenna nokkru hærri, 72,7%. Hlutfall utankjörfundaratkvæða af greiddum atkvæðum var óvenjuhátt eða 23,4%.

Sex frambjóðendur voru í kjöri til embættis forseta Íslands, þau Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson, Hannes Bjarnason, Herdís Þorgeirsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson og Þóra Arnórsdóttir. Úrslit forsetakjörs urðu þau að Ólafur Ragnar Grímsson hlaut flest atkvæði, 84.036 eða 52,8% gildra atkvæða, og var því endurkjörinn forseti Íslands fyrir tímabilið frá 1. ágúst 2012 til 31. júlí 2016.

Forsetakjör 30. júní 2012 - Hagtíðindi

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.