FRÉTT KOSNINGAR 12. NÓVEMBER 2024

Forsetakjör fór fram 1. júní 2024. Við kosningarnar voru alls 266.778 á kjörskrá eða 69,1% landsmanna. Af þeim greiddu 215.635 atkvæði eða 80,8% kjósenda. Kosningaþátttaka karla var 78,3% en þátttaka kvenna var nokkru hærri, eða 83,3% og kynsegins/annars 67,1%. Hlutfall utankjörfundaratkvæða af greiddum atkvæðum var 25,0%.

Tólf frambjóðendur voru í kjöri til embættis forseta Íslands. Úrslit forsetakjörs urðu þau að Halla Tómasdóttir hlaut flest atkvæði, 73.184 eða 34,1% gildra atkvæða, og var hún því kjörin forseti Íslands fyrir tímabilið frá 1. ágúst 2024 til 31. júlí 2028.

Forsetakjör 1. júni 2024 — Hagtíðindi

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1035 , netfang brynjolfur.sigurjonsson@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.