Fyrstu kosningar til sveitarstjórnar fóru fram í sveitarfélaginu Múlaþingi 19. september 2020. Um var að ræða bundna hlutfallskosningu. Á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningarnar voru 3.518 eða 70,2% af heildarmannfjöldanum í sveitarfélaginu 1. september 2020.

Karlar á kjörskrá voru 1.804 (51,3%) og konur 1.714 (48,7%). Í kosningunum greiddu atkvæði 2.233 kjósendur eða 63,5% af þeim 3.518 sem voru þar á kjörskrá. Það er rúmlega 4% minni þátttaka en í sveitarstjórnarkosningunum fyrir allt landið 2018. Kosningaþátttaka kynjanna var jöfn eða 63,5%. Gild atkvæði voru 2.191. Auðir seðlar voru 35 og aðrir ógildir sjö eða samanlagt 1,9% greiddra atkvæða.

Í heild fengu fjórir kjósendur aðstoð við að kjósa, þrír karlar og ein kona. Af þessum hópi fengu allir aðstoð við að kjósa utan kjörfundar. Einnig fengu allir fjórir aðstoð kjörstjóra eða kjörstjórnarmanns við að kjósa utan kjörfundar.

Flest atkvæði fékk Sjálfstæðisflokkurinn eða 29,3% og fjóra menn kjörna. Næst kom Austurlistinn – samtök félagshyggjufólks með 27,2% og þrjá menn kjörna. Þar á eftir kom Vinstrihreyfingin – grænt framboð með 13,4% og einn mann kjörin og minnst fylgi hlaut Miðflokkurinn með 11,0% og einn mann kjörinn.

Fjöldi gildra atkvæða og kjörnir fulltrúar eftir kyni og stjórnmálasamtökum í Múlaþingi
Kjörnir fulltrúar Hlutfallsleg skipting
Atkvæði% Alls Karlar Konur Karlar Konur
Alls2.191100,0117463,636,4
BFramsóknarflokkur42019,2220100,00,0
DSjálfstæðisflokkur64129,343175,025,0
LAusturlistinn - samtök félagshyggjufólks59627,23 1233,366,7
MMiðflokkurinn24011,0110100,00,0
VVinstrihreyfingin – grænt framboð29413,41010,0100,0

Samhliða sveitarstjórnarkosningunum voru valdir fulltrúar í svokallaðar heimastjórnir. Allir íbúar í eldri sveitarfélögunum fjórum voru í kjöri til heimastjórnar en formlega gáfu 18 kost á sér. Alls voru átta fulltrúar kosnir í heimastjórnir, tveir frá hverju sveitarfélagi. Fjöldi kjósenda í heimastjórnarkosningum var 1.331 og voru sex karlar og tvær konur kosnar.

Talnaefni