FRÉTT KOSNINGAR 04. OKTÓBER 2023

Sveitarstjórnarkosningar fóru fram 14. maí 2022 og náðu til allra 64 sveitarfélaga landsins. Við kosningarnar voru alls 276.593 á kjörskrá eða 73,0% landsmanna. Af þeim greiddu 173.733 atkvæði eða 62,8% kjósenda.

Kosningaþátttaka kvenna var meiri en karla og var kosningaþátttaka breytileg eftir aldri, meiri á meðal eldri en yngri kjósenda. Þátttaka innflytjenda var 18,6% en hæst á meðal kosningabærra einstaklinga sem engan erlendan bakgrunn hafa eða 71,0%.

Við kosningarnar greiddu 23.950 manns atkvæði utan kjörfundar eða 13,8% en sambærilegt hlutfall var 12,2% í kosningunum 2018.

Sveitarstjórnarkosningar 14. maí 2022 — Hagtíðindi

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1035 , netfang brynjolfur.sigurjonsson@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.