Kjötframleiðsla í ágúst 2024 var samtals 1.790 tonn, 3% meiri en í ágúst á síðasta ári. Munar þar mestu að svínakjötsframleiðslan var 28% meiri en í ágúst 2023.
Framleiðsla alifuglakjöts var hins vegar 2% minni en fyrir ári og nautakjötsframleiðslan 13% minni. Þá var engin sauðfjárslátrun í ágústmánuði.
Útungun alifugla til kjötframleiðslu var á hinn bóginn jafn mikil í ágúst og í sama mánuði í fyrra.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.isDeila
Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.