Kjötframleiðsla í febrúar 2025 var samtals 1.795 tonn, sem er nær óbreytt magn miðað við febrúar 2024. Framleiðsla á svínakjöti jókst um 7% en framleiðsla á alifuglakjöti dóst saman um 4% og nautakjöti um 5%. Framleiðsla á hrossakjöti jókst um 50% en nam þó einungis 98 tonnum miðað við 65 tonn í febrúar 2024. Þá var fjöldi alihænsna frá útungunarstöðvum til kjötframleiðslu 5% meiri en í febrúar 2024.